Bókagjöf frá foreldrafélaginu.

Skólanum barst peningagjöf frá Foreldrafélagi Vesturbæjarskóla til bókakaupa fyrir bókasafn skólans. Hulda Sigurðardóttir bókavörður fór á Bókamarkaðinn á Fiskislóð og gat keypt nokkuð margar vinsælar bækur. Kærar þakkir.

    P9270311    P9270314    P9270317

Hér eru nemendur úr 5. bekk að aðstoða við að taka plastið utan af bókunum og bíða spennt eftir að bækurnar verði tilbúnar til útláns.

Prenta | Netfang

Textílmennt

Krakkarnir í 1.bekk læra að vefa og í 6.bekk prjóna þau húfu með munstri sem þau teikna sjálf.

    2014 10 08 1046            unnamed 1

Prenta | Netfang

Líf í fersku vatni

Á miðvikudaginn fóru báðir 6.bekkirnir gangandi (í dásamlegu veðri) niður í Ráðhús.  Þar hittu þau töframanninn „Cyril the Sorcerer“ en hann er bandarískur og kemur hingað á vegum Landverndar og skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg.

Með hjálp töfra fræddi töframaðurinn Cyril krakkana um sjálfbærni, umhverfið og endurvinnslu en þau eru einmitt að læra um „Líf í fersku vatni“ og vatnsbúskap jarðarinnar. 

Töframaðurinn Cyril gerði mikla lukku og töfraði eitt og annað fram úr erminni.

IMG 1721  IMG 1722  IMG 1723

  IMG 1741  IMG 1735  IMG 1746

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...