Skip to content

Aðventulestrarsprettur

Aðventulestrarsprettur hófst hjá okkur 26. nóvember til 15. desember. Fyrir hverja bók sem var lesin var hengdur upp piparkökukarl eða piparkökukerling sem síðan mynduðu piparkökukarla og kerlingakeðju um allan skólann. Til að hvetja börnin áfram voru verðlaun í boði fyrir þá sem lásu flestar bækurnar og voru það börn í 3. bekk sem lásu 176 bækur og börn í 6. bekk sem lásu 76 bækur. Alls voru lesnar 455 bækur á tímabilinu en kemur það okkur ekki á óvart því í skólanum eru miklir lestrarhestar og almennt mikill áhugi fyrir lestri og bókmenntum.

Guðni forseti sendi börnunum kveðju sem má lesa hér:

Kæru lestrarhestar í Vesturbæjarskóla.
Ég vona að ykkur gangi vel á aðventulestrarsprettinum! Ég óska ykkur alls velfarnaðar og hrósa ykkur um leið fyrir að hafa staðið ykkur vel í náminu þessa undarlegu og erfiðu daga. Það er svo gaman að lesa, hverfa inn í annan heim, virkja ímyndunaraflið, fræðast og njóta næðis. Svo er líka mjög gaman að lesa fyrir aðra!

Kær kveðja og gleðileg jól.
Guðni Th. Jóhannesson
Forseti Íslands | President of Iceland