Skip to content

Barnakosningar

Föstudaginn 15. nóvember stóð Réttindaráð fyrir barnakosningum í skólanum. Réttindaráð fékk kennara skólans til að koma með hugmyndir að þemu fyrir þemadaga þessa skólaárs og fengu börn í skólanum að hafa áhrif á það. Einnig fengu börn að kjósa um hvað ætti að vera í hádegismatinn á degi mannréttinda barna 20. nóvember og hvað ætti að vera í boði að gera á sama degi inni í morgunfrímínútum. Réttindaráð kynnir niðurstöður barnakosninganna á samveru á sal á degi mannréttinda barna.