Skip to content

Allir eiga að þekkja réttindi barna

Mannréttindi eiga að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar, eins og meðal annars kemur fram í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948. Börn eiga að sjálfsögðu að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir. Vegna þroska- og reynsluleysis njóta börn þó ekki allra stjórnmálalegra réttinda, svo sem kosningaréttar.

Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992.  Fullgilding hans felur í sér að Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði sáttmálans. Barnasáttmálinn var lögfestur hér á landi 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna