Skip to content

Betri veröld er barnsáttmálasöngurinn okkar í Vesturbæjarskóla sem samdur var af börnum skólans við lagið Snjókorn falla. Lagið var samið í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans og því að skólinn fékk viðurkenninguna Réttindaskóli Unicef í nóvember 2019.

Betri veröld
börnin vilja
gleði og gaman alla tíð.
Ganga í skóla
það er okkar réttur
segir Barnasáttmálinn.

Krakkar leika
lifa og læra
leyfa öllum að vera með.
Vernda alla
heimili og friður
handa öllum í heimi hér.

Já hér á jörð stöndum við saman
við erum mikilvæg og
breytumst kannski brátt í
risa stóra knúsukalla.

Hollur matur
handa öllum
hvíld og næði foreldrar.
Það er réttur
réttur allra barna
sem að byggja þessa jörð.

Já hér á jörð stöndum við saman
við erum mikilvæg og
breytumst kannski brátt í
risa stóra knúsukalla.

Allir jafnir
stórir litlir
krakkar tjá sig frjálslega.
Vatn og vinir
veistu eitthvað betra
fyrir alla í heimi hér
fyrir alla í heimi hér
fyrir alla í heimi hér.