Skip to content

Börn hafa áhrif

Í vetur höfum við verið með hugmyndakassa á Skólatorgi. Margar góðar hugmyndir hafa verið settar í kassann og fer síðan Réttindaráð skólans yfir hugmyndirnar á Réttindaráðsfundum.

Hugmyndakassinn styður við 12. grein Barnasáttmálans en hún fjallar um rétt barna til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif.

Nú erum við að koma hugmyndunum til réttra aðila og vonum að eitthvað komist í framkvæmd. Sem dæmi um hugmyndir eru margir sem vilja salt og pipar í matsalinn og ætlar Hector að sjá um það. Margir hafa beðið um leiklist og nú er boðið upp á leiklist í einhverri mynd í 3. – 7. bekk. Margrét og Fríða á Skólatorgi fengu afhent umslag með hugmyndum en einnig Hector og stjórnendur skólans.

Á myndunum má sjá þegar nemendur í Réttindaráði afhentu Margréti og Þóru Björk umslag með hugmyndum sem snúa að stjórnendum og Hectori með hugmyndum sem snúa að mötuneytinu.