Skip to content
19 feb'21

Vetrarfrí

Þá er komið vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur og við sjáumst aftur hress og kát og vel úthvíld miðvikudaginn 24. febrúar. Við minnum á að fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir börn og fjölskyldur í frístundamiðstöðvum og menningarstofnunum borgarinnar í vetrarfríinu og víða endurgjaldslaus fræðsla og skemmtun. Hægt er að kynna sér allt sem í boði…

Nánar
17 feb'21

Öskudagsgleði

Í dag var mikið fjör í skólanum. Allir árgangar fóru til Köllu skrifstofustjóra, sungu fyrir hana og fengu að sjálfsögðu smá gotterí fyrir. Kennarar voru búnir að skipuleggja margt skemmtilegt á heimasvæðunum og börnin í 1. – 5. bekk fóru á sal í leik og dans undir styrkri stjórn Friðbjörns íþróttakennara og Vignis tónmenntakennara. Börnin…

Nánar
16 feb'21

Mennskir skúlptúrar

Í íþróttum reynir á ýmsa hæfni og leikni barna. Hér leika börnin sér að því að búa til mennska skúlptúra sem reynir meðal annars á styrk, stöðujafnvægi, félagsfærni, sköpun og leik fyrir utan að hafa verið rosalega skemmtilegt eins og myndirnar sína

Nánar
15 feb'21

Sköpunarsmiðja í 6. bekk

Þessa dagana eru börnin í 6. bekk í sköpunarsmiðju þar sem ákveðnar áherslur og aðferðir eru notaðar við kennslu til að auka áhuga og skilning. STEAM kennsluaðferðin sem unnið er eftir tekur til vísinda (science), tækni (technology), verkfræði (engineering), sköpunar (art) og stærðfræði (mathematics). Nemendur læra að vinna eftir ákveðnu ferli þar sem þau þurfa…

Nánar
15 feb'21

Halló, geimur

Reglulega fara börnin með kennurum sínum í vettvangsferðir í náttúruna, á söfn eða aðra viðburði sem þeim bjóðast. Í síðustu viku fór 5. bekkur á sýninguna Halló, geimur í Listasafni Íslands. Á sýningunni Halló, geimur er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka í safneign Listasafns Íslands. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir úr…

Nánar
10 feb'21

Þá loksins kom snjór

Það var yndislegt að koma út í morgunfrímínúturnar og sjá öll börn skólans að leik í snjónum eins og myndirnar sýna

Nánar
14 jan'21

Renningur í 1. og 2. bekk

Í 1. bekk byrja börn að vinna með svokallaðan renning og er það alltaf mjög spennandi. Markmið með renningi er meðal annars að þjálfa talningu upp fyrir tug og hundruð, læra um sætisgildi, segja háar tölur upphátt, þjálfa talnaskrift og skilja endurtekningu og reglu í talningu og skráningu. Þegar ákveðnum áföngum er náð fær barn…

Nánar
13 jan'21

Handritin til barnanna

Börnin í 6. bekk fóru ásamt kennurum sínum í heimsókn í Safnahúsið á hverfisgötu í dag. Þar tóku þau þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja börn til sköpunar og koma hugmyndum sínum á framfæri við umheiminn. Handritin til barnanna er miðlunarverkefni sem þróað hefur verið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum…

Nánar
08 jan'21

Fréttabréf janúar

Hér er komið sjóðheitt janúar fréttabréf 😁 heimalestur, óskilamunir, samráðsdagar og fleira 💖

Nánar
04 jan'21

Skóli hefst á morgun 5. janúar

Gleðilegt nýtt ár Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu á morgun þriðjudaginn 5. janúar en í dag er starfsdagur. Nánari upplýsingar um skólastarfið framundan verða sendar seinna í dag. Við hlökkum til að hitta börnin á nýju ári

Nánar