Skip to content
21 mar'20

Samkomubann og börn

Reykjavík 20. mars 2020 Efni: Samkomubann og börn Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki…

Nánar
17 mar'20

Skipulag skólastarfsins í Vesturbæjarskóla

Góðan dag foreldrar nemenda í Vesturbæjarskóla Ég hef fengið fyrirspurnir frá foreldrum um fyrirkomulag skólastarfsins næstu daga í samkomubanni. Við í Vesturbæjarskóla fylgjum þeim viðmiðum sem unnin hafa verið í samstarfi fræðsluyfirvalda á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skóla- og frístundastarf fer nú fram með takmörkunum í allri borginni. Viðmiðin miða að því að efla…

Nánar
24 feb'20

Milljarður rís

Síðasta föstudag mættu öll börn skólans, starfsfólk og nokkrir foreldrar til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Fræðsla um atburðinn fór fram í kennslustofum þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi á mismunandi hátt eftir aldri. Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á…

Nánar
23 jan'20

Gjöf til UNICEF

Í þar síðustu viku fékk 4. bekkur fulltrúa frá Unicef til sín. Afmælisbörn októbermánaðar tóku þá ákvörðun um að gefa afmælispening sinn til starfsemi Unicef. Fulltrúarnir fræddu börnin um starfsemi sína og tilkynntu í hvað fjárhæðin nýttist, s.s. hnetumauk og vatnshreinsitöflur og hversu mörgum það myndi hjálpa. Þær svöruðu ótalmörgum spurningum barnanna, enda vildu þau…

Nánar
09 des'19

Snjókorn falla

Það var mikið fjör í frímínútum í dag. Snjókarlarnir spruttu upp eins og gorkúlur og gleði skein úr hverju andliti.

Nánar
16 sep'19

Heilsuvika og skólahlaup

Í síðustu viku var heilsuvika í Vesturbæjarskóla. Lögð var áhersla á að börnin kæmu með grænmeti og ávexti í nesti og hvetjum við ykkur til að halda því áfram auk þess að nota fjölnota umbúðir. Vikunni lauk með hinu árlega skólahlaupi þar sem börnin hlupu ásamt starfsfólki og foreldrum út að dælustöð og til baka.…

Nánar
13 sep'19

Samsöngur

Samsöngur í morgun var með aðeins öðru sniði en venjulega. Vignir tónmenntakennari var í leyfi með hljómsveitinni sinni að spila í Hollandi og til að halda dagskrá tóku nokkrir foreldrar sig saman og stýrðu samsöng í hans stað við mikinn fögnuð. Foreldrahljómsveitin stefnir á að stjórna samsöng fyrsta föstudag hvers mánaðar.

Nánar
12 sep'19

ABBA á fóninn

Í tónmennt fást börnin við ýmis verkefni. Í dag fengu börn í 7. bekk það verkefni að tengja plötuspilara og stilla svo hægt væri að spila plötuna. Það gekk að lokum allt vel og ABBA hljómaði á fóninum 🙂

Nánar
27 feb'19

Lestrarormar í Vesturbæjarskóla

Við höfum verið í lestrarspretti í febrúar sem lýkur föstudaginn 1. mars en þá ætlum við öll að hittast í samsöng á Sólvöllum. Gaman hefur verið að fylgjast með lestrarorminum stækka með hverjum degi sem farinn er að teygja anga sína víðsvegar um skólann.   Til gamans má geta þess að niðurstöður Skólapúlsins síðustu ára,…

Nánar