Skip to content

Ef verkfall

Kæru foreldrar í Vesturbæjarskóla

Ef af verkfalli verður á mánudag 9. mars verður eftirfarandi skipulag í gangi hjá okkur í skólanum. Allt starfsfólk skólans utan kennara eru á leið í verkfall og því mun það hafa veruleg áhrif á skólastarfið og skerða skóladag nemenda svo um munar.

1.- 4. bekkur mæta kl. 8:30 og fara heim kl. 9:50. Skólinn opnar 8:30. Nemendur mæta ekki með nesti. Vinsamlega mætið á réttum tíma til að sækja börnin ykkar því engin gæsla er hjá okkur.

5.- 7. bekkur mæta kl. 10:10 og fara heim kl. 12:10. Skólinn opnar kl. 10:10. Nemendur mæta ekki með nesti. Allir nemendur koma inn um rampinn og geyma útifötin sín þar, líka 6. bekkur því inngangurinn við Framnesveg verður lokaður.

Engin gangbrautarvarsla verður né morgungæsla.

Með kveðju stjórnendur Vesturbæjarskóla