Skip to content

Stuðningur foreldra við skólastarfið

Foreldrafélög eru lögbundin félagasamtök/samtök foreldra sem hafa það hlutverk að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl foreldra, bæði innbyrðis og við skólann.  Hlutverk samtakanna er jafnframt að skapa vettvang fyrir samstarf og samstöðu meðal foreldra.  Góð samskipti foreldra auðvelda samráð og samstöðu í uppeldinu. Stjórn foreldrafélags er kosin á aðalfundi að vori. Stjórnin mótar stefnu og áherslur í starfi í samráði við skólastjórnendur, bekkjarfulltrúa og nemendaráð. Markmið starfsins er að stuðla að vellíðan nemenda og bættum námsárangri með því að auka samskipti foreldra og styrkja skólabraginn.

Í Vesturbæjarskóla er starfandi öflugt foreldrafélag og er unnið að því að allir sem að skólastarfinu koma myndi saman öflugt námssamfélag. Foreldrafélagið kemur að ýmsum hefðum skólans, til dæmis skólahlaupi, jólaföndri og vorhátíð.

 

Stjórn foreldrafélags Vesturbæjarskóla

Formaður - Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Ritari - Ólöf Jakobsdóttir

Gjaldkeri - Arnar Þór Snorrason

 

Verkefni foreldrafélagsins

 

Skólahlaup

Skólahlaupið er haldið í heilsuviku Vesturbæjarskóla. Foreldrar nemenda í 4. og 7. bekk hafa séð um veitingar í lok hlaups. Boðið hefur verið upp á kakó og kleinur eða ávexti og safa.

Jólaföndur

Jólaföndur er haldið fyrstu helgina í aðventu. Hefð hefur verið að bjóða upp á laufabrauð til steikingar og ýmislegt föndur. 7. bekkur sér  um veitingasölu og ágóði sölunnar fer til Reykjaferðar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk sjá um að skipuleggja jólaföndrið.

Vorhátíð

Vorhátíð er skipulögð af foreldrum nemenda í 5. og 6. bekk.

Þrettándabrenna

Þrettándabrenna er haldin 6. janúar. Safnast hefur verið saman við Melaskóla og gengið út að Ægissíðu þar sem er brenna og flugeldasýning. Foreldrafélög Grunnskóla Vesturbæjar og þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða standa að þessum viðburði.

Fyrirlestrar Fróðir foreldrar

Foreldrafélög grunnskólanna í hverfum vesturbæjar, miðborgar og hlíða eru í samstarfsverkefni sem heitir Fróðir Foreldrar. Þeir sem standa að verkefninu eru fulltrúar foreldrafélaganna, frístundamiðstöðvarinnar, íþróttafélaganna og þjónustumiðstöðin.  Fróðir Foreldrar standa fyrir fræðslu um ýmis málefni sem varðar uppeldi barna og unglinga.

Fræðslur

Foreldrafélagið stendur, í samvinnu við önnur foreldrafélög og Vesturbæjarskóla, að ýmsum fræðslum fyrir foreldra.