Skip to content

Foreldrar fá aðgangsorð í Mentor með því að hafa samband við skrifstofurstjóra. Foreldrar búa sjálfir til  aðgang fyrir börn sín. Hér eru leiðbeiningar um aðgang að upplýsingum í Mentor.

Á Mentor er hægt að nálgast bekkjalista og símanúmer bekkjafélaga og fá upplýsingar um stundvísi nemenda. Einnig skrá foreldrar þar óskir um fundartíma á samráðsdögum. Námsmat er skráð í  Mentor með hliðsjón af matsviðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla.

Foreldrar geta sótt sér Mentor appið og fylgst þar með ástundun barnsins síns, skoðað stundatöflur, bekkjarlista, skóladagatalið og bókað foreldraviðtal þegar opnað er fyrir það. Sjálfsmat nemenda sem þeir gera fyrir samráðsfundi er einnig unnið í Mentor.