Skip to content

Fréttir frá 3. bekk

Í stærðfræði vorum við að vinna með speglun, fórum svo út fyrir bókina og unnum sniðug verkefni í hringekju sem krökkunum fannst virkilega gaman að vinna með.

Við nýttum límbönd á gólfunum eftir mælingakaflann sem speglunarás og krakkarnir áttu að búa til mynd með ýmsum hlutum eins og töppum, rúmfræðiformum, pappaspjöldum, trékubbum, legó ofl. og spegla hinum megin við ásinn.
Einnig fengu krakkarnir hálfa mynd sem þau áttu að spegla yfir og gera heila. Bæði vorum við með jólamyndir eins og piparkökukarl og jólatré, einnig litaða reiti sem þurfti að spegla með eins litum.

Við nýttum okkur pinnabretti og teygjur og þar þurftu þau að herma eftir fyrirmynd og spegla henni svo yfir á hinn helming brettisins.

Að sjálfsögðu vorum við líka með Ipad vinnu þar sem unnið var með speglun í leikjaformi.