Skip to content
16 nóv'22

Börn ræða saman

Í dag héldum við Barnaþing í Vesturbæjarskóla. Við hófum daginn á Sólvöllum þar sem Réttindaráð fór upp á svið og börnin í ráðinu kynntu sig. Selma og Tim úr 7. bekk sögðu okkur frá því hvernig Barnaþingið tengist 12. og 13. grein Barnasáttmálans. Þær greinar fjalla um virðingu fyrir skoðunum barna og að gefa börnum…

Nánar
16 nóv'22

Barnaþing

í dag, miðvikudaginn 16. nóvember, höldum við Barnaþing í annað sinn hér í skólanum en þá fá börn að ræða málefni sem þau varða. Umræðuefni þingsins verða samskipti og virðing og réttur barna til að líða vel í eigin skinni en hugmyndir að umræðuefninu komu frá börnunum í skólanum. Börnin í 7. bekk fá það…

Nánar
14 nóv'22

Gegn einelti

Þann 8 nóvember var hinn árlegi dagur gegn einelti. Dagurinn er áminning um mikilvægi umræðu og fræðslu til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Í Vesturbæjarskóla eru fjölmargar leiðir notaðar til forvarna í þessum málum. Í forvarnarhjólinu okkar eru upplýsingar meðal annars um forvarnir, áætlun gegn einelti og hvernig við…

Nánar
28 sep'22

Skólaþróun í Vesturbæjarskóla

Um síðast liðna helgi tóku fjölmargir kennarar og stjórnendur í Vesturbæjarskóla þátt í Utís Online sem er menntaviðburður á netinu fyrir starfsmenn skóla á öllum skólastigum. Hátt í 2000 starfsmenn úr skólum víðsvegar um landið tóku þátt í viðburðinum sem er einstakt og merki um vaxandi áhuga á skólaþróun og vinsældir þessarar námsstefnu. Utís menntaviðburðurinn…

Nánar
12 sep'22

Skólahlaup í heilsuviku

Í dag héldum við skólahlaupið okkar sem átti að fara fram síðasta föstudag í lok heilsuvikunnar. Við fengum flott veður og allir tóku þátt í hlaupinu. Fyrir hlaupið stýrðu nokkur börn í 7. bekk upphitun með dansi úti á palli. Sumir hlupu mjög hratt á meðan aðrir tóku stutta spretti, einhverjir gengu rösklega og tveir…

Nánar
07 sep'22

Fjörleikarnir

Í dag héldum við okkar fyrstu Fjörleika í Vesturbæjarskóla. Börnunum var skipt í lið þvert á árganga og byrjuðu daginn í hópefli hjá kennurum út um allan skóla. Eftir frímínútur fór Hector með okkur í Tai Chi en það er æfingakerfi sem tengir saman hægar, mjúkar og flæðandi hreyfingar. Að því loknu fóru liðin á…

Nánar
15 ágú'22

Skólasetning og námskynningar

Skólasetning Vesturbæjarskóla er mánudaginn 22. ágúst. Á skólasetningunni taka kennarar og stjórnendur skólans á móti foreldrum og nemendum. Síðar fara nemendur út á skólalóð þar sem list- og verkgreinakennarar og stuðningsfulltrúar taka á móti þeim og þau geta leikið og spjallað.  Foreldrar sitja áfram og fá kynningu á skipulagi vetrarins frá kennurum árgangsins. Skólasetningar eru…

Nánar
05 ágú'22

Nýtt skólaár

Nú líður að því að skóli hefst aftur að loknu sumarleyfi. Næstu daga nýta kennarar til starfsþróunar meðal annars á sumarsmiðjum Reykjavíkurborgar. Kennarar mæta til vinnu mánudaginn 15. ágúst og eru þá viku að skipuleggja skólastarfið framundan.  Skólasetning er mánudaginn 22. ágúst hjá börnum í 2. – 7. bekk og verða nánari upplýsingar sendar foreldrum…

Nánar
14 jún'22

Skólalok

Í dag voru skólaslit í Vesturbæjarskóla. Börnin í 1. – 6. bekk mættu ásamt foreldrum í skólastofur þar sem þau hittu kennara og áttu með þeim stutta kveðjustund. Börnin fengu afhenta mikilvæga þætti sem lýsa lykilhæfni sem tengist öllum námssviðum og snýr meðal annars að að tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og…

Nánar