Skip to content
26 feb'20

Til hamingju Vesturbæjarskóli

Vesturbæjarskóli hefur undanfarin ár tekið þátt í smásagnakeppni Félags enskukennara á Íslandi. Nemendur skólans hafa oftar en einu sinni fengið verðlaun fyrir sögur sínar. Að þessu sinnu var þemað Joy og hlutu tveir nemendur í 7. bekk, Björt og Emelía, verðlaun fyrir sögurnar, Henry og Joy – the meaning of life. Þess má geta að…

Nánar
24 feb'20

Milljarður rís

Síðasta föstudag mættu öll börn skólans, starfsfólk og nokkrir foreldrar til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi. Fræðsla um atburðinn fór fram í kennslustofum þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi á mismunandi hátt eftir aldri. Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á…

Nánar
13 feb'20

Skólahald fellur niður á morgun 14. febrúar – No school tomorrow

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, föstudag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið til klukkan 11:00 sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Reglulegt skólahald fellur niður en leikskólar og grunnskólar…

Nánar
03 feb'20

Nesti á morgun 4. febrúar

Kæru foreldrar í Vesturbæjarskóla Efling stéttarfélag hefur boðað til verkfalls sem tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Fyrir okkur þýðir það að starfsfólkið í mötuneytinu okkar mun ekki elda mat á morgun þriðjudag 4. febrúar og verðum við því að biðja ykkur um að senda börnin með nesti til að borða í…

Nánar
28 jan'20

Náttfata- og kósýfatadagur + Samráðsdagar

Á morgun, miðvikudag, er náttafata- og kósýfatadagur í skólanum fyrir þá sem vilja. Á fimmtudag og föstudag eru samráðsfundir en þá mæta börnin í viðtal til kennara á fyrirfram ákveðnum tíma með foreldrum sínum. Vonandi eru allir búnir að klára sjálfsmatið. Sjáumst

Nánar
23 jan'20

Gjöf til UNICEF

Í þar síðustu viku fékk 4. bekkur fulltrúa frá Unicef til sín. Afmælisbörn októbermánaðar tóku þá ákvörðun um að gefa afmælispening sinn til starfsemi Unicef. Fulltrúarnir fræddu börnin um starfsemi sína og tilkynntu í hvað fjárhæðin nýttist, s.s. hnetumauk og vatnshreinsitöflur og hversu mörgum það myndi hjálpa. Þær svöruðu ótalmörgum spurningum barnanna, enda vildu þau…

Nánar
20 jan'20

Fréttir frá 3. bekk

Í stærðfræði vorum við að vinna með speglun, fórum svo út fyrir bókina og unnum sniðug verkefni í hringekju sem krökkunum fannst virkilega gaman að vinna með. Við nýttum límbönd á gólfunum eftir mælingakaflann sem speglunarás og krakkarnir áttu að búa til mynd með ýmsum hlutum eins og töppum, rúmfræðiformum, pappaspjöldum, trékubbum, legó ofl. og…

Nánar
13 jan'20

Foreldrar fylgja börnum sínum í skóla 14. janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are…

Nánar