Skip to content
14 jún'21

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Í vetur hafa nemendur 5. og 6. bekkja í Vesturbæjarskóla undirbúið sig fyrir þátttöku í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna eða NKG. Nemendur hafa sótt tíma í Nýsköpun og undir leiðsögn fengið að spreyta sig í að hanna hluti, nýja ferla og hugmyndir. Hugmyndir nemenda eru sendar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Á hverju ári eru valdar ca 15-20 hugmyndir úr innsendum…

Nánar
08 jún'21

Skólaslit 10. júní

Fimmtudaginn 10. júní eru skólaslit í Vesturbæjarskóla 1. – 6. bekkur kl. 8:30 – 11:00 Börnin mæta í skólann kl. 8:30 og eru til 11:00. Því miður geta foreldrar barna í 1. – 6. bekk ekki tekið þátt í deginum með okkur. Við verðum með ávaxtastund í boði skólans og þurfa börnin ekki að koma…

Nánar
02 jún'21

Bátaleikarnir 2021

Börnin í 6. bekk tóku þátt í Bátaleikunum 2021 en hugmyndin að verkefninu varð til í samstarfi Vesturbæjarskóla, Ingunnarskóla og Selásskóla í tengslum við þróunarverkefnið Austur Vestur sköpunarsmiðjur. Verkefnið var skráð sem eTwinning verkefni en markmið slíkra verkefna er að auðga skólastarfið á ýmsan hátt.  Auk skólanna þriggja tóku þátt börn úr Karlsberg skola í…

Nánar
21 maí'21

Vinaleikarnir 2021

Í gær voru Vinaleikarnir okkar í Vesturbæjarskóla. Börnunum var skipt í lið þvert á árganga og tóku þátt í leikjum og þrautum út um allan skóla. Hópur úr 7. bekk sá um upphitunina fyrir leikana og börn úr 2. bekk sáu um að kveikja á vinaleikaeldinum. Það var mikil stemning í frímínútum og dansað og…

Nánar
21 maí'21

Nýsköpun

Í vetur hafa börn í 3. og 6. bekk farið í nýsköpunarval í smiðjuna til Örnu Bjarkar kennara og fengið tækifæri til að vinna að sínum eigin hugmyndum.  Börnin í 5. og 6. bekk fara lengra með hugmyndirnar sínar þar sem þau velja minnst eina hugmynd til að senda inn í nýsköpunarkeppnina. Sumar hugmyndirnar eru…

Nánar
19 maí'21

Borgarafundur um umhverfismál

Í dag fengum við tækifæri á að senda tvo fulltrúa frá skólanum til að taka þátt í borgarafundi um umhverfismál. Viðburðurinn var á vegum LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) verkefnisins sem við erum þátttakendur í og var í Borgarbókasafninu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk spurningar frá börnunum sem sátu fundinn og skapaðist góð umræða um…

Nánar
11 maí'21

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs

Í gær var haldið Menntastefnumót Reykjavíkurborgar sem var heilsdagsráðstefna til að sýna það fjölbreytta þróunar- og nýsköpunarstarf sem unnið er á skóla- og frístundasviði borgarinnar. Við í Vesturbæjarskóla kynntum ásamt Ingunnarskóla og Selásskóla samstarfsverkefnið okkar um sköpunarmiðjur. Vorið 2019 sóttum við í Vesturbæjarskóla ásamt Ingunnarskóla og Selásskóla um styrk hjá Þróunar- og nýsköpunarsjóði skóla- og…

Nánar
09 apr'21

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í dag fóru börn og kennarar í 6. bekk í Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Í vísindasmiðjunni kynnast nemendur vísindum á lifandi og gagvirkan hátt með verklegum tilraunum og fá innsýn í margskonar vísindagreinar svo sem eðlisfræði, umhverfisfræði, líffræði, stjörnufræði, vindmyllusmíði og efnafræði.  Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.  

Nánar
24 mar'21

Páskafrí

Kæru foreldrar Yfirvöld hafa ákveðið að loka grunnskólum landsins þar til eftir páska. Kennsla fellur því niður á morgun og hinn, fimmtudag og föstudag 25. – 26. mars. Þriðjudaginn 6. apríl er starfsdagur og skólastarf hefst vonandi að nýju miðvikudaginn 7. apríl. Hafið það sem allra best yfir páskahátíðina. Starfsfólk Vesturbæjarskóla

Nánar
18 mar'21

Val í 3. og 4. bekk

Áfram höldum við að segja frá valinu okkar í Vesturbæjarskóla en nú í 3. og 4. bekk. Kennarar þar hafa skipulagt fjölbreyttar valstöðvar sem reyna á ýmsa þekkingu og leikni. Með hverju verkefni fylgja leiðbeiningar sem leiða börnin áfram í sinni vinnu og markmið með þeim. Valverkefnin tengjast ýmsum námsgreinum en einnig sköpun og leik.…

Nánar