Skip to content
17 sep'20

Hringbrautarhúsið fer

Í dag hófst niðurrif á Hringbrautarhúsinu á skólalóðinni. Talið er að niðurrifið taki nokkra daga og verður það vonandi farið fyrir mánaðarmót. Börnin fylgdust mörg hver með þegar risavaxin vinnuvél hóf að rífa klæðninguna af húsinu, mörg þeirra full af spenningi en önnur leið yfir því að húsið væri að fara. Við kveðjum gamla húsið…

Nánar
11 sep'20

Thai Chi, skólahlaup og just dance í lok heilsuviku

Í yndislegu veðri í dag fórum við öll saman í Thai Chi undir stjórn Hectors okkar matráðs úr skólaeldhúsinu. Hector kann ýmislegt fyrir sér og þegar hann er ekki í eldhúsinu að undirbúa matinn kennir hann til dæmis karate.   Tai chi er æfingakerfi þar sem tengdar eru saman hægar, mjúkar og flæðandi hreyfingar, hugleiðsla…

Nánar
11 sep'20

Kartöfluuppskera 7. bekkjar

Í vor settu nemendur í 6. bekk niður kartöflur uppi í þakgarði þar sem þær fengu að vaxa og dafna í sumar. Í vikunni voru þær teknar upp og var uppskeran allnokkur eins og sjá má á meðfylgjandi myndum af fallegum nýuppteknum kartöflum.

Nánar
11 sep'20

Hjólaferð starfsmanna í Öskjuhlíð

Í tilefni af heilsuviku fórum við starfsfólk skólans í hjólaferð í Öskjuhlíðina þar sem Stefán Pálsson tók á móti okkur og fræddi okkur um stríðsminjar í Öskjuhlíðinni. Mikið er um stríðsminjar frá síðari heimsstyrjöldinni í Öskjuhlíð en breskir og amerískir hermenn byggðu margvísleg mannvirki í vesturhluta Öskjuhlíðar og Vatnsmýri, flest í tengslum við byggingu þeirra…

Nánar
01 sep'20

Fréttabréf september mánaðar

Í hverjum mánuði birtum við fréttabréf með því helsta sem framundan er í skólastarfinu. Hér er fréttabréf september mánaðar https://www.smore.com/m9pzf

Nánar
31 ágú'20

Göngum í skólann

Eins og venjulega tökum við í Vesturbæjarskóla þátt í verkefninu Göngum í skólann sem hefst 2. september. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi…

Nánar
25 ágú'20

Mentor – fyrir foreldra

Á hverju hausti vakna allskyns spurningar hjá foreldrum um Mentor og hvernig eigi að nota kerfið. Ef foreldrar lenda í vandræðum er alltaf hægt að hringja á skrifstofu skólans á opnunartíma 8:00-16:00.  Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra.  

Nánar
06 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Næsta mánudag, 24. ágúst, hefst skólinn aftur að loknu sumarleyfi. Vegna Covid ber að takmarka heimsóknir annarra í skólann en starfsfólki og nemendum en ef slíkar heimsóknir teljast nauðsynlegar þá gildir 2 metra reglan. Fyrst um sinn munum við því hafa skólann lokaðan eins og í vor. Á mánudaginn opnar skólinn kl. 8:00 fyrir nemendur…

Nánar
18 jún'20

Innleiðing teymiskennslu í Vesturbæjarskóla

Unnið hefur verið að innleiðingu og þróun teymiskennslu í Vesturbæjarskóla síðustu þrjú ár. Erna Guðríður Kjartansdóttir, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og Sunna Guðmundsdóttir hafa tekið saman þessa vinnu í grein sem birtist í vikunni í Skólaþráðum sem er veftímarit gefið út af Samtökum áhugafólks um skólaþróun. Í greininni er fjallað um hvernig kennarar í Vesturbæjarskóla þróuðu…

Nánar
18 jún'20

Opnunartími skrifstofu, skólasetning og skóladagatal

Kæru foreldrar og nemendur Skóladagatalið fyrir skólaárið 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að ná í það í Google calendar með því að smella hér. Skólasetning og námskynningar verða 24. ágúst og hefst skóli hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar 19. júní og opnar aftur 4. ágúst. Eigið gott og…

Nánar