Skip to content
09 des'19

Viðbrögð við óveðri

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir hverfum og svæðum. Skóla- og frístundastarf fellur ekki niður nema annað sé tilkynnt.…

Nánar
09 des'19

Snjókorn falla

Það var mikið fjör í frímínútum í dag. Snjókarlarnir spruttu upp eins og gorkúlur og gleði skein úr hverju andliti.

Nánar
04 des'19

Huggulegt í heimilisfræði

Það var huggulegt að líta inn í heimilisfræðistofuna í morgun þar sem börn í 4. bekk voru önnum kafin við piparkökubakstur. Hefð er fyrir því að börn í heimilisfræði baki piparkökur í desember. Við getum svo hlakkað til rauða dagsins þar sem við fáum ilmandi piparkökur og kakó í nestistímanum.

Nánar
21 nóv'19

Vesturbæjarskóli Réttindaskóli Unicef

Í dag var haldin mikil hátíð í skólanum. Auk þess sem við fögnuðum degi mannréttinda barna og 30 ára afmæli Barnasáttmálans fengum við viðurkenninguna Réttindaskóli Unicef. Frá haustinu 2018 höfum við unnið markvisst að því að vinna með réttindi barna og tengja Barnasáttmálann inn í allt skólastarfið. Öll börnin í skólanum hafa síðustu daga komið…

Nánar
21 nóv'19

Barnakosningar

Föstudaginn 15. nóvember stóð Réttindaráð fyrir barnakosningum í skólanum. Réttindaráð fékk kennara skólans til að koma með hugmyndir að þemu fyrir þemadaga þessa skólaárs og fengu börn í skólanum að hafa áhrif á það. Einnig fengu börn að kjósa um hvað ætti að vera í hádegismatinn á degi mannréttinda barna 20. nóvember og hvað ætti…

Nánar
08 nóv'19

Ljóð fyrir loftslagið

Nýlega vann nemandi skólans, Sólrún Axelsdóttir í 7. bekk, til verðlauna í ljóðasamkeppni sem haldin var á vegum Ljóðadaga Óperudaga. Grunnskólabörnum var boðið að taka þátt í keppninni sem bar yfirskriftina „Ljóð fyrir loftslagið“ Veittar voru viðurkenningar í tveimur flokkum, 1.-5. bekk og 6.-10. bekk. Yfir 400 ljóð bárust í keppnina. Ljóð Sólrúnar ber heitið…

Nánar
05 nóv'19

Fréttir úr Textíl

1.bekkur er að sauma út í striga höndina sína og þæfa snjókarla úr ullarkembu. 3.bekkur er að klippa út eftir sniði og setja saman mús á klemmu. 4.bekkur er að klippa út mismunandi form eftir eigin sniði og sauma óróa. 5. bekkur er að prjóna hlut að eigin vali.

Nánar
01 nóv'19

Blásið í básúnu

Í dag í tónmennt mættu aðilar úr Skólahljómsveit Vesturbæjar og kynntu hljóðfærið básúnu fyrir börnunum.

Nánar
18 okt'19

Réttindaráð

Í samsöng í morgun fékk Réttindaráð tækifæri til að kynna sig og segja frá hlutverki sínu: Vesturbæjarskóli ætlar að verða Réttindaskóli UNICEF þann 20. nóvember sem þýðir að við ætlum að leggja áherslu á lýðræði og að öll börn læri um réttindi sín. Við viljum að öllum börnum í Vesturbæjarskóla líði vel og það sem…

Nánar
02 okt'19

Afrískir taktar í tónmennt

Í dag fengu börnin góðar heimsóknir í tónmennt. Þau lærðu lög og dansa frá Afríku, nokkur orð á Svahili og drumbuslátt. Ár hvert í byrjun október er haldin FAR Fest Afríka Reykjavík tónlistar- og menningarhátíð í Reykjavík en hátíðin er í samvinnu við marga grunnskóla.

Nánar