Skip to content
19 maí'22

Vinaleikar Vesturbæjarskóla

Í dag voru okkur árlegu og frábæru Vinaleikar. Liðin hittust í gær í peppinu þar sem þau fengu tækifæri til að velja nafn á liðið, búa til liðssönginn og ákveða búninga. Í dag mættu liðin hress og kát til leiks og tóku þátt í 24 leikjum sem kennarar voru búnir að undirbúa. Nokkur börn í…

Nánar
29 apr'22

Nýsköpun

Nemendur í 5. og 6. bekk hafa sótt valtíma í nýsköpun hjá Örnu Björk kennara í vetur þar sem þau fá að spreyta sig í að hanna hluti, nýja ferla og hugmyndir. Eins venjulega eru allar hugmyndirnar sendar inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og voru þrjár hugmyndir frá Vesturbæjarskóla valdar.  Það voru hugmyndirnar: Styrktarappið, Uppskriftarappið og…

Nánar
08 apr'22

Velkomin á skólalóðina okkar

Nú er páskafrí að byrja og skóli hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl. Við hvetjum fjölskyldur að koma við á skólalóðinni og leika saman í fríinu. Hér ættu allir að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera og svo má læra nýja leiki með því að skanna QR kóðana sem þið finnið 🙂

Nánar
07 apr'22

Heimsins mikilvægasta kvöld

Laugardaginn 2. apríl var söfnunarþátturinn Heimsins mikilvægasta kvöld á vegum UNICEF á Rúv. Við vorum svo heppin að fá að taka þátt í þessum þætti með innslagi frá Vesturbæjarskóla. Villi krakkafréttamaður heimsótti réttindaráðið og spurði það spjörunum úr um Réttindaskólaverkefnið í Vesturbæjarskóla.  

Nánar
25 mar'22

Loksins saman í samsöng

Það var merkileg stund í morgun þegar við hittumst öll saman í 1. – 7. bekk í samsöng í fyrsta skipti frá því að heimsfaraldurinn byrjaði. Það var virkilega gaman að geta sungið saman aftur og Vignir tónmenntakennari ætlaði aldrei að geta hætt að spila því það var svo mikið fjör.

Nánar
23 mar'22

Jóladagbókin

Í dag var jólaleikritið Jóladagbókin loksins frumsýnt sem börn í 7. bekk hafa verið að vinna að síðustu mánuði. Bergdís leikstjóri og leiklistarkennari sparaði ekki stóru orðin fyrir sýninguna þegar hún dásamaði þennan stórglæsilega hóp barna sem öll hafa lagt eitthvað til verksins. Það var stór stund í morgun þegar öll börn skólans mættu á…

Nánar
22 mar'22

Pétur og úlfurinn

Fyrir helgi fengu börnin í 1. – 4. bekk skemmtilega heimsókn frá blásarakvintettinum Hviðu. Sögðu þau söguna af Pétri og úlfinum og voru börnin virkilega ánægð með þessa sýningu.  

Nánar
18 mar'22

Upplestrarhátíð Reykjavíkur

Í gær var haldin Upplestrarhátíð Reykjavíkur í okkar skólahverfi sem er vesturbær, miðborg og hlíðar. Frigg og Frosti í 7. bekk voru fulltrúar okkar í Vesturbæjarskóla og stóðu sig með prýði eins og öll hin börnin sem þátt tóku. Dómnefndin hrósaði öllum börnunum fyrir skemmtilegan lestur en eins og alltaf eru veitt sérstök verðlaun fyrir…

Nánar
04 mar'22

Upplestrahátíð 7. bekkjar

Í dag var okkar árlega upplestrahátíð haldin í 7. bekk. Frá degi íslenskrar tungu eða 16. nóvember hafa börnin verið að æfa upplestur á fjölbreyttan hátt og í dag lásu þau upp við hátíðlega athöfn. Þau stóðu sig öll með prýði en þau Frosti H og Frigg voru valin af dómnefnd til að taka þátt…

Nánar
03 mar'22

Öskudagur

Í gær var öskudagur og þá mættu börn og starfsfólk í skólann í allskonar skemmtilegum búningum. Við fórum að sjálfsögðu í okkar árlegu marseringu í salnum þar sem einnig var farið í Just dance. Annað árið í röð var haldið fótboltamót á milli 7. bekkjar og starfsmanna og var það þrusukeppni. Áhorfendur hvöttu sín lið…

Nánar