Renningur í 1. og 2. bekk
Í 1. bekk byrja börn að vinna með svokallaðan renning og er það alltaf mjög spennandi. Markmið með renningi er meðal annars að þjálfa talningu upp fyrir tug og hundruð, læra um sætisgildi, segja háar tölur upphátt, þjálfa talnaskrift og skilja endurtekningu og reglu í talningu og skráningu. Þegar ákveðnum áföngum er náð fær barn…
NánarHandritin til barnanna
Börnin í 6. bekk fóru ásamt kennurum sínum í heimsókn í Safnahúsið á hverfisgötu í dag. Þar tóku þau þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja börn til sköpunar og koma hugmyndum sínum á framfæri við umheiminn. Handritin til barnanna er miðlunarverkefni sem þróað hefur verið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum…
NánarFréttabréf janúar
Hér er komið sjóðheitt janúar fréttabréf 😁 heimalestur, óskilamunir, samráðsdagar og fleira 💖
NánarSkóli hefst á morgun 5. janúar
Gleðilegt nýtt ár Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu á morgun þriðjudaginn 5. janúar en í dag er starfsdagur. Nánari upplýsingar um skólastarfið framundan verða sendar seinna í dag. Við hlökkum til að hitta börnin á nýju ári
NánarGleðileg jól
Kæru börn og foreldrar í Vesturbæjarskóla Við sendum ykkur innilegar óskir um gleðiríka og friðsæla jólahátíð og farsæld á komandi ári og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kærar jólakveðjur Starfsfólk Vesturbæjarskóla Hér er myndskeið og nokkrar myndir frá jólaskemmtunum í dag – takk fyrir yndislega stund https://vimeo.com/492452629
NánarRauður dagur
Í dag á rauða deginum vorum við með rafrænan jólasamsöng. Hópur barna í 2. bekk ásamt Önnu kennara og Vigni tónmenntakennara leiddu sönginn. Gaman var að heyra söng um allan skóla og sjá hvað margir mættu í rauðu í dag. Í hádeginu var svo jólamatur og borðuðu allir saman (í sóttvarnarhólfum) jólamat við jólatónlist og…
NánarRauður dagur og jólaskemmtanir
Á morgun 17. desember er rauður dagur eins og venjulega. Þann dag mæta þeir sem vilja í rauðu og börnin mega koma með smákökur í nesti. Nemendur og kennarar borða saman jólamat eftir ákveðnu skipulagi þar sem gætt verður að sóttvarnarhólfum. 6. og 7. bekkur verður aðeins lengur í skólanum þann dag til að þetta…
NánarAðventulestrarsprettur
Aðventulestrarsprettur hófst hjá okkur 26. nóvember til 15. desember. Fyrir hverja bók sem var lesin var hengdur upp piparkökukarl eða piparkökukerling sem síðan mynduðu piparkökukarla og kerlingakeðju um allan skólann. Til að hvetja börnin áfram voru verðlaun í boði fyrir þá sem lásu flestar bækurnar og voru það börn í 3. bekk sem lásu 176…
NánarDesember
Kæru foreldrar Nú er orðið ljóst að skólastarf fram að jólafríi verður óbreytt þar sem engar breytingar eru varðandi skólastarf í 1.-7. bekk í nýrri reglugerð. Reglur um skólastarf gilda til 31. desember og munu yfirvöld fljótlega kynna okkur reglur sem gilda frá og með 1. janúar. Þrátt fyrir að stutt sé í jólafrí þá…
NánarVeðurviðvaranir á morgun
Á morgun er von á gulri veðurviðvörun, 26. nóvember, kl. 12:00 og gildir, eins og er, til kl. 5:00 aðfaranótt föstudagsins 27. nóvember. Við biðjum foreldra um að fylgjast vel með veðurspá og kynna sér viðbrögð við óveðri.
Nánar