Skip to content
13 nóv'20

Leynigestur í 2. bekk

Í dag fékk 2. bekk skemmtilega heimsókn frá leynigesti sem var enginn annar en Jón Jónsson. Þau fengu að spyrja hann nokkurra spurninga og vildu t.d. vita: -Hvernig finnst þér að koma fram fyrir framan fullt af fólki? -Semurðu allt sjálfur? -Hvernig ferðu að því semja svona marga ,,hittara“? Í lokin tóku allir saman lagið…

Nánar
10 nóv'20

Lært að spila á 30 mínútum

Í tónmennt fá nemendur á miðstigi þá áskorun að læra að spila lag á 30 mínútum. Nemendur velja Ukulele eða gítar og lag sem þeir vilja læra. Í dag voru jólalög í safninu enda styttist óðum í jólamánuðinn mikla. Það er ótrúlegt hvað þau eru fljót að læra, sum barnanna hafa aldrei lært á hljóðfæri…

Nánar
10 nóv'20

Litla hrekkjavakan í 4. bekk

4.bekkur hélt litlu Hrekkjavöku í skólanum föstudaginn 6.nóvember, því þau voru í sóttkví vikunni áður. Það sáust nornir, persónur úr Harry Potter bókunum, gamlir menn, börn í náttfötum, draugar og alls kyns furðufólk. Við fórum í tvo Hrekkjavöku Kahootleiki þar sem mesta spennan var að sjá hvaða lið fengu sem flest stig. Ótrúlega spennandi og…

Nánar
05 nóv'20

Vinalegt í 2. bekk

Í vinavikunni hafa börn í 2. bekk rætt mikið um vináttu og velt fyrir sér orðum sem tengjast henni. Gluggarnir þeirra eru sérlega vinalegir núna eins og sést á þessum myndum.

Nánar
03 nóv'20

Skilaboð frá sóttvarnalækni

Skólar og íþróttafélög skipuleggja sitt fyrirkomulag til að fara eftir fyrirmælum yfirvalda um takmarkanir á skólastarfi og samkomum, þ.m.t. fjöldatakmörkunum, rýmum og grímunotkun. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum. Gott er að hafa eftirfarandi í…

Nánar
02 nóv'20

Skipulag skólastarfs næstu tvær vikur

Almannavarnir hafa boðað hertar aðgerðir í skólastarfi. Nýtt skipulag fyrir skólastarfið gildir til 18. nóvember eða þar til annað kemur í ljós. Mjög mikilvægt er að halda skólanum gangandi en til þess verðum við að gera ýmsar ráðstafanir til að lágmarka smit og sóttkví. Öllu starfsfólki og nemendum hefur verið skipt í sóttvarnarhólf og allir…

Nánar
01 nóv'20

Starfsdagur á morgun 2. nóvember

Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda til varnar COVID-19. Mánudagurinn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum og öðru starfsfólki. Leik- og grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en…

Nánar
30 okt'20

Hrekkjavökuskóli

Það var líf og fjör í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk mættu í allskonar búningum. Á Skólatorgi var settur af stað nýr bókaklúbbur og krakkarnir gátu snúið Hrekkjarvökulukkuhjóli. Vampírukastali var á 3. hæð og nemendur úr 7. bekk sögðu söguna af Vesturbæjarskóla-Skottu.

Nánar
30 okt'20

Heima hrekkjavaka

Skilaboð frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins Höldum hrekkjavöku eingöngu heima öryggisins vegna! Laugardaginn 31. október er hrekkjavaka sem sífellt hefur notið meiri vinsælda hér á landi og víða hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott“. Að teknu tilliti til þess að enn er í gildi neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 hvetjum við…

Nánar
28 okt'20

Fjörumandölur

Nemendur í 6. bekk skelltu sér í fjöruna og bjuggu til mandölur úr því sem var þar að finna. Mandölurnar voru af öllum stærðum og gerðum. Nemendur tóku myndir af mandölunum sínum og héldu áfram með verkefnið í skólanum með því að teikna þær upp.

Nánar