Skip to content
20 sep'19

Fréttir úr textíl

Í textíl fást börnin við margt skemmtilegt. Börn í 1. bekk eru að vefa teppi. Börn í 5. bekk eru að sauma mynd á púða þar sem þemað er „Furðudýr“ en þar blanda þau saman spendýri og fugli. Börn í 7. bekk eru að sauma bakpoka með útsaumaðri mynd sem þau teikna og hanna sjálf.

Nánar
18 sep'19

Heilsuvika í 3. bekk

Í heilsuviku gerðum við tilraun með brauð og bakteríur. Við settum þrjár brauðsneiðar í zip-lock poka og erum að fylgjast með brauðinu mygla. Ein brauðsneið var sett ofan í poka með hanskaklæddri hönd, næsta brauðsneið var sett í poka með eftir handþvott kennara og síðasta brauðsneiðin var látin ganga milli barna eftir frímínútur og nokkrar…

Nánar
16 sep'19

Heilsuvika og skólahlaup

Í síðustu viku var heilsuvika í Vesturbæjarskóla. Lögð var áhersla á að börnin kæmu með grænmeti og ávexti í nesti og hvetjum við ykkur til að halda því áfram auk þess að nota fjölnota umbúðir. Vikunni lauk með hinu árlega skólahlaupi þar sem börnin hlupu ásamt starfsfólki og foreldrum út að dælustöð og til baka.…

Nánar
13 sep'19

Samsöngur

Samsöngur í morgun var með aðeins öðru sniði en venjulega. Vignir tónmenntakennari var í leyfi með hljómsveitinni sinni að spila í Hollandi og til að halda dagskrá tóku nokkrir foreldrar sig saman og stýrðu samsöng í hans stað við mikinn fögnuð. Foreldrahljómsveitin stefnir á að stjórna samsöng fyrsta föstudag hvers mánaðar.

Nánar
12 sep'19

ABBA á fóninn

Í tónmennt fást börnin við ýmis verkefni. Í dag fengu börn í 7. bekk það verkefni að tengja plötuspilara og stilla svo hægt væri að spila plötuna. Það gekk að lokum allt vel og ABBA hljómaði á fóninum 🙂

Nánar
14 ágú'19

Skólasetning og námskynningar

Skólasetning og námskynningar 22. ágúst Í ár verður skólasetning  með nýju sniði. Foreldrar fá kynningu á starfi vetrarins á  skólasetningu. Meðan foreldrar hlýða á námskynningu hjá umsjónarkennurum fá nemendur tækifæri til að hittast og leika saman á  skólalóðinni ásamt starfsfólki skólans. 2. bekkur kl. 8:30 – 9:30 á Sólvöllum (hátíðarsal) 3. bekkur kl. 8:30 –…

Nánar
04 jún'19

Skólaslit

Skólaslit verða föstudaginn 7. júní 1. – 3. bekkur kl. 09:00 4 .- 6. bekkur kl. 10:00 Skólaslitin hefjast með samsöng og skemmtun í salnum og síðan fara nemendur og foreldrar í stofur til umsjónakennara og fá afhentan vitnisburð.   7. bekkur – Útskrift kl. 15:00 – 16:00 Nemendur og kennarar bjóða upp á á…

Nánar
31 maí'19

Paprikuplöntur

Fyrir stuttu settu börnin í 2. bekk niður paprikufræ. Börnin eru dugleg að hugsa um plönturnar sínar og þær vaxa og dafna. 

Nánar
29 maí'19

Vinaleikar Vesturbæjarskóla 2019

Í dag voru Vinaleikar Vesturbæjarskóla. Kennarar voru búnir að skipuleggja leiki og þrautir út um allan skóla og börnin fóru á milli stöðva. Allir gerðu sitt besta og var gaman að sjá hversu vel liðin unnu saman. Til hamingju öll. Jökla Sóley og Pétur Bragi í 2. bekk kveiktu á Vinaleikaeldinum. Sigurvegarar Vinaleikanna í ár…

Nánar
23 maí'19

Sól í smíði

Krakkarnir í smíði létu fara vel um sig í sólinni og unnu verkefnin sín í veðurblíðunni.

Nánar