Skip to content
31 ágú'20

Göngum í skólann

Eins og venjulega tökum við í Vesturbæjarskóla þátt í verkefninu Göngum í skólann sem hefst 2. september. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi…

Nánar
25 ágú'20

Mentor – fyrir foreldra

Á hverju hausti vakna allskyns spurningar hjá foreldrum um Mentor og hvernig eigi að nota kerfið. Ef foreldrar lenda í vandræðum er alltaf hægt að hringja á skrifstofu skólans á opnunartíma 8:00-16:00.  Hér eru hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra.  

Nánar
06 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Næsta mánudag, 24. ágúst, hefst skólinn aftur að loknu sumarleyfi. Vegna Covid ber að takmarka heimsóknir annarra í skólann en starfsfólki og nemendum en ef slíkar heimsóknir teljast nauðsynlegar þá gildir 2 metra reglan. Fyrst um sinn munum við því hafa skólann lokaðan eins og í vor. Á mánudaginn opnar skólinn kl. 8:00 fyrir nemendur…

Nánar
18 jún'20

Innleiðing teymiskennslu í Vesturbæjarskóla

Unnið hefur verið að innleiðingu og þróun teymiskennslu í Vesturbæjarskóla síðustu þrjú ár. Erna Guðríður Kjartansdóttir, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og Sunna Guðmundsdóttir hafa tekið saman þessa vinnu í grein sem birtist í vikunni í Skólaþráðum sem er veftímarit gefið út af Samtökum áhugafólks um skólaþróun. Í greininni er fjallað um hvernig kennarar í Vesturbæjarskóla þróuðu…

Nánar
18 jún'20

Opnunartími skrifstofu, skólasetning og skóladagatal

Kæru foreldrar og nemendur Skóladagatalið fyrir skólaárið 2020-2021 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að ná í það í Google calendar með því að smella hér. Skólasetning og námskynningar verða 24. ágúst og hefst skóli hjá nemendum samkvæmt stundaskrá 25. ágúst. Skrifstofa skólans lokar 19. júní og opnar aftur 4. ágúst. Eigið gott og…

Nánar
05 jún'20

Útskrift hjá 7. bekk

Í dag útskrifuðum við nemendur okkar í 7. bekk og kvöddum við hátíðlega athöfn. Margrét skólastjóri ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir samstarfið öll þessi ár. Við fengum að hlusta á tónlistaratriði frá Þóru og Söru, sem var einu sinni hér í skólanum og Stormur söng fyrir okkur Heyr mína bæn, eins og engill. Nokkrir nemendur…

Nánar
05 jún'20

Skólaslit hjá 1. – 6. bekk

Í dag voru skólaslit hjá 1. – 6. bekk sem hófust með samsöng á sal. Við fengum að hlýða á tónlistaratriði frá nemendum úr skólahljómsveitinni og á frumsamið lag frá hljómsveitinni Mömmustrákum. Eftir samsöng var ávaxtastund og svo frímínútur í frábæru veðri. Nemendur enduðu daginn hjá umsjónarkennurum sínum þar sem þeir fengu afhenta mikilvæga þætti…

Nánar
02 jún'20

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nemendur í 5.- 7. bekk tóku þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna eins og undanfarin ár. Þeir nemendur úr Vesturbæjarskóla sem komust í úrslit eru Heiðar Dagur Hafsteinsson og Bergur Karlsson Roth með hugmyndina VeskisEyrnaBand, Ásdís María Atladóttir með hugmyndina UmhverfisApp og Christian Eyjólfur Mba með hugmyndina Hitaskál. Þessir nemendur fengu viðurkenningarskjal, undirritað af Lilju Dögg Alfreðsdóttir…

Nánar
02 jún'20

Skólaslit 5. júní

Skólaslit í ár verða með öðrum hætti en við erum vön. Foreldrar taka ekki þátt í deginum með börnum sínum og því höfum við ákveðið að lengja daginn til að hafa meiri tíma með börnunum og gera daginn eftirminnilegan og skemmtilegan. Við ætlum að bjóða upp á ávaxtastund og nemendur þurfa því ekki að koma…

Nánar
22 maí'20

Vinaleikar 2020

Í vikunni voru vinaleikarnir okkar haldnir í Vesturbæjarskóla. Á vinaleikunum er nemendum skipt í 14 manna lið þvert á árganga og taka þeir þátt í ýmsum þrautum og leikjum. Liðin fengu tækifæri til að hittast og undirbúa sig fyrir stóra daginn í síðustu viku. Nemendur ákváðu nöfn á liðin og bjuggu til söng eða liðskall…

Nánar