Skip to content
23 jan'20

Gjöf til UNICEF

Í þar síðustu viku fékk 4. bekkur fulltrúa frá Unicef til sín. Afmælisbörn októbermánaðar tóku þá ákvörðun um að gefa afmælispening sinn til starfsemi Unicef. Fulltrúarnir fræddu börnin um starfsemi sína og tilkynntu í hvað fjárhæðin nýttist, s.s. hnetumauk og vatnshreinsitöflur og hversu mörgum það myndi hjálpa. Þær svöruðu ótalmörgum spurningum barnanna, enda vildu þau…

Nánar
20 jan'20

Fréttir frá 3. bekk

Í stærðfræði vorum við að vinna með speglun, fórum svo út fyrir bókina og unnum sniðug verkefni í hringekju sem krökkunum fannst virkilega gaman að vinna með. Við nýttum límbönd á gólfunum eftir mælingakaflann sem speglunarás og krakkarnir áttu að búa til mynd með ýmsum hlutum eins og töppum, rúmfræðiformum, pappaspjöldum, trékubbum, legó ofl. og…

Nánar
13 jan'20

Foreldrar fylgja börnum sínum í skóla 14. janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að fylgja börnum í skólann á morgun þriðjudag 14. janúar. Hér er átt við börn yngri en 12 ára. A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík are. Parents and guardians of children under 12 years of age are…

Nánar
10 jan'20

Vindasöm vika

Vikan hefur verið nokkuð vindasöm og höfum við þurft að senda nokkra pósta á foreldra vegna viðvarana vegna veðurs. Þá höfum við beðið foreldra um að fylgjast með veðurspá og fylgja börnunum í og úr skóla. Þegar Almannavarnir höfuðborgarsvæðisins senda frá sér tilkynningar ber okkur að fara eftir þeim skilaboðum og senda áfram á foreldra.…

Nánar
09 jan'20

Sækja þarf öll börn yngri en 12 ára í dag eftir skóla, 9. janúar

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára, í lok skóla eða frístundastarfs í dag, fimmtudag 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun – foreldrar fylgja börnum sínum í skólann

Kæru foreldrar Gula viðvörunin vegna veðurs er í gildi til klukkan 12:00 á morgun, miðvikudag, og er því í gildi í fyrramálið þegar börnin fara í skólann. Almannavarnir hvetja foreldra og forráðamenn til að fylgja börnum yngri en 12 ára í skólann í fyrramálið. Við fylgjumst áfram með og upplýsum ykkur ef breyting verður á.…

Nánar
07 jan'20

Gul viðvörun 7. janúar

Kæru foreldrar, hér eru skilaboð frá Skóla- og frístundasviði vegna veðurs: Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín, þau sem eru yngri en 12 ára, í lok skóla- eða frístundastarfsins. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau…

Nánar
24 des'19

Gleðileg jól og sjáumst á nýju ári

Kæru nemendur og foreldrar í Vesturbæjarskóla Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Skóli hefst aftur eftir jólafrí stundvíslega kl. 8:30 fimmtudaginn 2. janúar. Sjáumst hress á nýju ári.

Nánar
20 des'19

Jólaskemmtanir

Í dag eru jólaskemmtanir. Jólaskemmtun 1., 3. og 5. bekkjar kl. 9:00 – 10:30 Jólaskemmtun 2., 4. og 6. bekkjar kl. 11:00 – 12:30

Nánar
12 des'19

Rithöfundar í heimsókn

Eins og venja er í desember fengum við rithöfunda til að lesa fyrir okkur. Í ár komu Sigrún Eldjárn og Gunnar Helgason og spjölluðu við börnin og lásu fyrir þau úr bókum sínum.

Nánar