Skip to content
25 mar'20

Skólaganga barna á tímum Covid – 19 faraldurs

Landlæknir og sóttvarnarlæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi. Skólaganga barna á tímum Covid – 19 faraldurs Edukacja szkolna w czasie epidemii COVID-19 Schooling of children during the COVID-19 pandemic

Nánar
21 mar'20

Samkomubann og börn

Reykjavík 20. mars 2020 Efni: Samkomubann og börn Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki…

Nánar
19 mar'20

Skipulag skólastarfs 23. – 27. mars

Kæru foreldrar Dagur þrjú í samkomubanni gekk vel. Nú vissu allir hvernig þetta átti að ganga fyrir sig og er ró yfir hópunum. Við höfum ekki fengið upplýsingar um staðfest smit hjá nemendum, foreldrum eða starfsmönnum. Þrátt fyrir það fækkar í starfsliðinu okkar vegna ýmissa ástæðna eins og undirliggjandi sjúkdóma auk þess sem starfsfólk má…

Nánar
17 mar'20

Skipulag skólastarfsins í Vesturbæjarskóla

Góðan dag foreldrar nemenda í Vesturbæjarskóla Ég hef fengið fyrirspurnir frá foreldrum um fyrirkomulag skólastarfsins næstu daga í samkomubanni. Við í Vesturbæjarskóla fylgjum þeim viðmiðum sem unnin hafa verið í samstarfi fræðsluyfirvalda á höfuðborgarsvæðinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Skóla- og frístundastarf fer nú fram með takmörkunum í allri borginni. Viðmiðin miða að því að efla…

Nánar
16 mar'20

Skipulag skólastarfs 17. – 20. mars

Kæru foreldrar nemenda í Vesturbæjarskóla Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er komið samkomubann. Grunnskólum er heimilt að hafa kennslu í skólabyggingum ef þeir tryggja að ekki séu fleiri en 20 nemendur í sömu kennslustofu og að nemendur blandist ekki á milli hópa og séu ekki á sama tíma í anddyrum og á göngum…

Nánar
14 mar'20

Starfsdagur á mánudag 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars 2020 verði…

Nánar
13 mar'20

Upplýsingar frá Almannavörnum vegna COVID-19

Hér eru upplýsingar frá Almannavörnum til foreldra vegna COVID-19. Við biðjum ykkur vinsamlegast um að kynna ykkur efni bréfsins. Bréf almannavarna til nemenda foreldra og forráðamanna To parents and guardians – english To students parents and guardians – polish

Nánar
09 mar'20

Upplestrarhátíð

Á föstudaginn var haldin upplestrarhátíð 7. bekkjar í skólanum. Nemendur lásu hluta úr sögunni um Sæmund fróða og ljóð að eigin vali. Flestir nemendur táku þátt og stóðu allir sig með prýði. Valið var erfitt en dómnefndin var sammála um að Jóakim, Erla Gná og Matas hefðu skarað fram úr. Jóakim og Erla Gná voru…

Nánar
09 mar'20

Verkfalli aflýst – skóli í dag

Verkfalli Sameykis hefur verið aflýst. Skólahald er því með eðlilegum hætti í dag. Efling er hins vegar enn í verkfalli svo nemendur þurfa áfram að koma með nesti í hádeginu. The strike has been cancelled. There will be normal school day but the children will still have to bring food for lunch. Góðar kveðjur Margrét…

Nánar
08 mar'20

Ef verkfall

Kæru foreldrar í Vesturbæjarskóla Ef af verkfalli verður á mánudag 9. mars verður eftirfarandi skipulag í gangi hjá okkur í skólanum. Allt starfsfólk skólans utan kennara eru á leið í verkfall og því mun það hafa veruleg áhrif á skólastarfið og skerða skóladag nemenda svo um munar. 1.- 4. bekkur mæta kl. 8:30 og fara…

Nánar