Skip to content

Frístundaheimili fyrir börn í 1. - 4. bekk

Skóla- og frístundasvið rekur frístundaheimili í tengslum við Vesturbæjarskóla. Nemendur í  1.-4. bekk eiga þess kost að fara í frístundaheimili að skóla loknum.

Skýjaborgir, Frostheimar og Hof

Frístundaheimilið Skýjaborgir er fyrir 1.-2. bekk og hefur til umráða húsnæði við Vesturvallagötu, færanlega kennslustofu á skólalóð og nokkur rými innan skólans. Nemendur í 3.-4. bekk fara í Frostheima og eru þau sótt og keyrð í rútu.  Nemendur með sérþarfir sem eru í 5.-7. bekk eiga þess kost að fara í frístundaheimilið Hof en SFS sér um akstur frá skóla ef það úrræði er nýtt.

Félagsmiðstöðin Frosti

Félagsmiðstöðin Frosti er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af frístundamiðstöðinni Tjörninni. Frosti þjónustar börn og unglinga í 5. - 10.bekk í Hagaskóla, Landakotsskóla, Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Starfið fyrir 5.-7. bekkinga fer fram í húsnæði Tjarnarinnar, Frostaskjóli 2 (sama húsi og KR).