Skip to content

Gjöf til UNICEF

Í þar síðustu viku fékk 4. bekkur fulltrúa frá Unicef til sín. Afmælisbörn októbermánaðar tóku þá ákvörðun um að gefa afmælispening sinn til starfsemi Unicef. Fulltrúarnir fræddu börnin um starfsemi sína og tilkynntu í hvað fjárhæðin nýttist, s.s. hnetumauk og vatnshreinsitöflur og hversu mörgum það myndi hjálpa. Þær svöruðu ótalmörgum spurningum barnanna, enda vildu þau vita heilmikið um starfsemi Unicef víða um veröld. Fulltrúarnir sýndu hópnum mikið þakklæti fyrir stuðninginn enda skiptir hann sköpum fyrir börn um allan heim og gerir Unicef kleift að veita nauðsynlega aðstoð um víða veröld. Við erum ákaflega stolt af okkur börnum fyrir að gefa af sér í svona gott málefni.