Skip to content

Frá og með haustinu 2020 ætlar Vesturbæjarskóli að taka afstöðu gegn einnota umbúðum og aðeins leyfa fjölnota umbúðir í skólanum eins og hægt er. Þetta er hluti af umbótum skólans í umhverfismálum, en markmið þeirra er að fræða nemendur um samspil manns og náttúru, kenna samfélagslega ábyrgð og umhverfisvænt líferni.

Nemendum er boðið að hafa með sér fjölnota brúsa sem hægt er að fylla á með vatni eftir þörfum yfir daginn. Í mötuneyti er alltaf boðið upp á vatn með hádegismatnum. Ekki er leyft að koma með drykki í einnota umbúðum.

Foreldrar eru beðnir að senda nemendur ekki með nesti í einnota umbúðum.

Matarleifar úr morgunhressingu taka nemendur með sér heim aftur, meðal annars til að foreldrar geti séð hvað barnið borðaði af nestinu sínu.