Skip to content

Handritin til barnanna

Börnin í 6. bekk fóru ásamt kennurum sínum í heimsókn í Safnahúsið á hverfisgötu í dag. Þar tóku þau þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja börn til sköpunar og koma hugmyndum sínum á framfæri við umheiminn.

Handritin til barnanna er miðlunarverkefni sem þróað hefur verið á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tilefnið er að 21. apríl 2021 verður liðin hálf öld frá því að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratugalangar samningaviðræður þjóðanna.