Skip to content

Hlutverk og verkefni

Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta. Frekari upplýsingar um skólaheilsugæsluna má finna á www.heilsuvera.is. Viðvera skólahjúkrunarfræðings í skólanum er 09:00-13:00 mánudaga, miðvikudag og föstudaga. Skólahjúkrunarfræðingur Vesturbæjarskóla starfar á vegum heilsugæslunnar Miðbæ. Vegna COVID-19 faraldurs í samfélaginu kemur fyrir að viðvera skólahjúkrunarfræðings í skólanum skerðist. Skólahjúkrunarfræðingur er Ester Böðvarsdóttir ester.bodvarsdottir@heilsugaeslan.is.

Hlutverk og verkefni skólaheilsugæslu

1. bekkur (6 ára)

Mæld er hæð, þyngd og sjónprófað. Sjónpróf er svokallað sjónskerpupróf og mælir nærsýni. Barn getur því reynst með fjarsýni eða sjónskekkju án þess að það komi fram í prófinu. Farið er yfir ungbarnaskoðanir og þeir sem ekki hafa farið í fimm ára skoðun á heilsugæslustöð er vísað áfram í endurbólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta (í einni sprautu/Boosterix®). Haft er samband við foreldra ef upplýsingar um bólusetningar barns þess finnast ekki.

4. bekkur (9 ára)

Mæld er hæð, þyngd og sjónprófað.

7. bekkur (12 ára)

Mæld er hæð, þyngd og sjónprófað. Endurbólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (í einni sprautu/Priorix®). Stúlkum í 7. bekk er einnig boðin bólusetning gegn HPV(leghálskrabbameini). Um er að ræða tvær sprautur yfir árið og notast er við bóluefnið Cervarix®.

Einnig er tekið stutt viðtal við börnin um lífsstíl og líðan í þessum skoðunum. Fylgst er með nemendum í öðrum árgöngum eftir þörfum. Skólaheilsugæslan sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta í öllum bekkjum. Öll tækifæri sem gefast eru nýtt til að fræða nemendur og vekja þau til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu. Árleg heilsuvika í skólanum er nýtt sérstaklega til þess. Foreldrar eru hvattir til að leita eftir ráðgjöf skólahjúkrunarfræðings varðandi vellíðan, andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði barnsins eða ef einhverjar aðrar spurningar vakna.