Skip to content

Mikilvægi heimalesturs

Í Vesturbæjarskóla er heimanám lestrarþjálfun. Lestrarkennslan fer fram í skólanum en lestrarþjálfunin heima. Foreldrar hlusta á börn sín lesa, skrá lesturinn og skrifa hver hlustaði á barnið lesa.

Eftirfarandi er gott að hafa í huga við lestrarþjálfun heima:

 • Lágmark 15 mínútur á dag til að ná færni.
 • Setjast niður með barninu.
 • Gefum tíma og næði, gott er að hafa lestrarstund alltaf á sama tíma dagsins.
 • Leyfum barninu að spreyta sig á stöfum og orðum og leiðréttum ekki strax eða

segjum orðin.

 • Lesum sama textann nokkrum sinnum.

Miðja máls og læsis

 

Lesskilningur

,,Eina markmiðið með lestri er að skilja það sem lesið er”. Ronald D. Davis

 

Mynd við greinarmerki

-Aðferð til að bæta lesskilning

Í ritmáli vestrænna tungumála er sérhver heil hugsun (merking) ýmist umlukin greinarmerkjum eða greinarmerki fylgir í kjölfarið. Hver heil hugsun birtist þá sem mynd eða tilfinning. Þegar þú sérð greinarmerki áttu að stoppa að lesa og framkalla mynd í huganum af því sem þú varst að lesa.

 

Nokkur greinamerki:

 • Punktur .
 • Upphrópunarmerki !
 • Spurningarmerki ?
 • Komma ,
 • Tvípunktur :
 • Semikomma ;
 • Þankastrik –

Lestu stutta setningu eða orðasamband og stoppaðu svo. Breiddu yfir textann svo þú getir ekki horft á það sem þú varst að lesa eða líttu upp úr bókinni.

 

Hvað sérðu?

 • Skoðaðu myndina sem kemur upp í hugann.
 • Vertu viss um að myndirnar séu nákvæmar og engu sé bætt við sem ekki er hluti af textanum.
 • Ef þú rekst á orð sem þú þekkir ekki eða nýtt óþekkt orð flettu þá upp í orðabók eða spurðu einhvern hvað orðið þýðir.
 • Ef setningin eða orðasambandið innheldur orð sem eru ekki myndræn eins og Einu sinni var, spurðu þá sjálfan þig:
  • Hvað tilfinningu finn ég?
  • Hvað merkja þessi orð í huga mér?

 

Notaðu ,,Mynd við greinarmerki” aðferðina þegar:

 • þér finnst þú ekki skilja og muna það sem þú lest.
 • þú lest þungan texta í kennslubókunum.
 • þú lest orðadæmi í stærðfræði.
 • þegar þú lest yfir sögu sem þú hefur sjálf/ur skrifað og vilt meta söguna þína.
 • þegar þú lest leiðbeiningar.