Skip to content

Hjólaferð starfsmanna í Öskjuhlíð

Í tilefni af heilsuviku fórum við starfsfólk skólans í hjólaferð í Öskjuhlíðina þar sem Stefán Pálsson tók á móti okkur og fræddi okkur um stríðsminjar í Öskjuhlíðinni. Mikið er um stríðsminjar frá síðari heimsstyrjöldinni í Öskjuhlíð en breskir og amerískir hermenn byggðu margvísleg mannvirki í vesturhluta Öskjuhlíðar og Vatnsmýri, flest í tengslum við byggingu þeirra á Reykjavíkurflugvelli.