Skip to content

Hrekkjavökuskóli

Það var líf og fjör í skólanum í dag þar sem nemendur og starfsfólk mættu í allskonar búningum. Á Skólatorgi var settur af stað nýr bókaklúbbur og krakkarnir gátu snúið Hrekkjarvökulukkuhjóli. Vampírukastali var á 3. hæð og nemendur úr 7. bekk sögðu söguna af Vesturbæjarskóla-Skottu.