Skip to content

Hringbrautarhúsið fer

Í dag hófst niðurrif á Hringbrautarhúsinu á skólalóðinni. Talið er að niðurrifið taki nokkra daga og verður það vonandi farið fyrir mánaðarmót. Börnin fylgdust mörg hver með þegar risavaxin vinnuvél hóf að rífa klæðninguna af húsinu, mörg þeirra full af spenningi en önnur leið yfir því að húsið væri að fara.

Við kveðjum gamla húsið og getum látið okkur hlakka til áframhaldandi uppbyggingar á skólalóð Vesturbæjarskóla.