Skip to content

Huggulegt í heimilisfræði

Það var huggulegt að líta inn í heimilisfræðistofuna í morgun þar sem börn í 4. bekk voru önnum kafin við piparkökubakstur. Hefð er fyrir því að börn í heimilisfræði baki piparkökur í desember. Við getum svo hlakkað til rauða dagsins þar sem við fáum ilmandi piparkökur og kakó í nestistímanum.