Skip to content

Í Vesturbæjarskóla eru margir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Íslenskukennslan er sameiginlegt verkefni allra þeirra sem með nemendum starfa í skólanum. Megináhersla er lögð á fjölbreyttar kennsluaðferðir við íslenskukennsluna innan námshópa og í fámennari hópum. Að því skal stefnt að nemendur af erlendum uppruna standi jafnöldrum sínum jafnfætis í námi. Íslenskunámið þarf því að fella að öðru námi eins fljótt og hægt er. Þeir kynnist íslensku skólakerfi og samfélagi og hugað sé sérstaklega að félagslegri stöðu og hún tryggð í skólaumhverfinu. Nemendur eru hvattir til að nýta sér frístund og taka þátt í tómstundastarfi.

Sérstök móttökuáætlun er fyrir nemendur sem eru nýkomnir til landsins og hafa enga kunnáttu í íslensku.

Einnig er sérstök lestraraðstoð við nemendur sem ekki hafa íslenskt móðurmál heima við og eru að stíga sín fyrstu skref lestri.

Mikilvægt er að fylgjast vel með  líðan nemenda og hjálpa þeim að finna jafnvægi milli tveggja menningarheima. Lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir menningu og uppruna allra nemenda. Liður í því er að skapa traust milli skóla og foreldra. Túlkaþjónusta stendur til boða í viðtölum og öðrum samskiptum við skólann.