Skip to content

Lært að spila á 30 mínútum

Í tónmennt fá nemendur á miðstigi þá áskorun að læra að spila lag á 30 mínútum. Nemendur velja Ukulele eða gítar og lag sem þeir vilja læra. Í dag voru jólalög í safninu enda styttist óðum í jólamánuðinn mikla. Það er ótrúlegt hvað þau eru fljót að læra, sum barnanna hafa aldrei lært á hljóðfæri meðan önnur hafa örlítið forskot. En það skiptir engu máli því þetta er svo skemmtilegt.

Hér má heyra tóndæmi úr einum tímanum: