Ljóð fyrir loftslagið

Nýlega vann nemandi skólans, Sólrún Axelsdóttir í 7. bekk, til verðlauna í ljóðasamkeppni sem haldin var á vegum Ljóðadaga Óperudaga. Grunnskólabörnum var boðið að taka þátt í keppninni sem bar yfirskriftina „Ljóð fyrir loftslagið“ Veittar voru viðurkenningar í tveimur flokkum, 1.-5. bekk og 6.-10. bekk. Yfir 400 ljóð bárust í keppnina. Ljóð Sólrúnar ber heitið „Mín bláa jörð.“
Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar á ljóðabrautinni.
Sólrún er fjórða til vinstri á myndinni í hópi verðlaunahafa.