Skip to content

Milljarður rís

Síðasta föstudag mættu öll börn skólans, starfsfólk og nokkrir foreldrar til að dansa gegn kynbundnu ofbeldi.

Fræðsla um atburðinn fór fram í kennslustofum þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi á mismunandi hátt eftir aldri.

Milljarður rís er dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi á vegum UN Women sem hefur verið haldin árlega frá árinu 2012 á Íslandi. Viðburðurinn er einn sá stærsti í heimi en hann gengur út á það að sameina fólk í yfir 200 löndum í dansi til höfuðs hugrakkra kvenna um allan heim sem berjast gegn óréttlæti, mótlæti, misbeitingu og ofbeldi í daglegu lífi.