Skip to content

Hádegismaturinn á Sólvöllum

Allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar hafa aðgang að hádegismat í skólanum. Í Vesturbæjarskóla er lögð áhersla á hollan mat samkvæmt leiðbeiningum frá Landlæknisembættinu.  Í hádegismat viljum við að nemendur geti notið matarsins og átt góða samverustund með skólafélögum.  Skráning í mat fer fram á Rafrænni Reykjavík. Mataráskrift heldur áfram næsta skólaár nema henni sé sagt upp og þarf þá að hringja í skólann og tilkynna um uppsögn á áskrift eða afskrá mataráskrift í Rafrænni Reykjavík.

Matseðil vikunnar má nálgast hér.