Nesti

Nauðsynlegt er að nemendur hafi meðferðis hollt og gott nesti í skólann. Hollt fæði stuðlar að vellíðan nemenda og eykur hæfni til náms. Munið að skólinn er hnetulaus skóli.

Hér eru hugmyndir að hentugu skólanesti sem Ásdís hjúkrunarfræðingur hefur tekið saman:

Ávextir:

Epli, banani, pera, mandarínur, plómur, jarðarber, vínber, melónubitar, kíví + teskeið í nestisboxið.

Grænmeti:

Tómatur, kirsuberjatómatar, gulrót, smágulrætur , blómkálsbitar, paprika í bitum, gúrkubitar eða rófur

Samloka:

Gróft brauð, gróft rúgbrauð, flatkökur.

Álegg:

  • Ostur og epli/paprika í sneiðum
  • skinka eða kæfa + kálblað, gúrku og/eða tómatsneiðar
  • banani í sneiðum
  • egg + kavíardoppur + tómatur og/eða gúrka

Prótein

Mörgum finnst gott að bæta prótein inntöku barna sinna og hentar oft þeim sem eiga erfiðara með að borða staðgóðan morgunmat áður en farið er til skóla.

  • Heil egg harðsoðin.
  • Ostar t.d skera niður heilan ost eða nota ost sem kemur í smærri einingum t.d Babybell.

Skyr og aðrar próteinríkar mjólkurvörur eru því miður oftar en ekki mjög sykurbættar en hægt er að nálgast mjög handhæg nestisbox í flestum matvörubúðum þar sem hægt er að setja hreint skyr, ab mjólk eða gríska jógúrt. Þessum boxum fylgja oft lítil box með til að fylla með til dæmis bláberjum, haframjöli eða músli (hnetufrítt) til að setja út á til bragðbætingar.

Prenta | Netfang