Skip to content

Kæru foreldrar í Vesturbæjarskóla

Efling stéttarfélag hefur boðað til verkfalls sem tekur til allra félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Fyrir okkur þýðir það að starfsfólkið í mötuneytinu okkar mun ekki elda mat á morgun þriðjudag 4. febrúar og verðum við því að biðja ykkur um að senda börnin með nesti til að borða í hádeginu. Næsta boðaða verkfall er á fimmtudaginn 6. febrúar og ef ekki hefur tekist að semja mun sama fyrirkomulag vera þann dag.
Ekki verður tekið gjald vegna mataráskriftar í þá daga sem verkfall er.

Hafragrautur verður í boði þessa daga á morgnana eins og venjulega.

Góðar kveðjur stjórnendur