Skip to content

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nemendur í 5.- 7. bekk tóku þátt í nýsköpunarkeppni grunnskólanna eins og undanfarin ár.

Þeir nemendur úr Vesturbæjarskóla sem komust í úrslit eru
Heiðar Dagur Hafsteinsson og Bergur Karlsson Roth með hugmyndina VeskisEyrnaBand, Ásdís María Atladóttir með hugmyndina UmhverfisApp og Christian Eyjólfur Mba með hugmyndina Hitaskál.

Þessir nemendur fengu viðurkenningarskjal, undirritað af Lilju Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Íslands.

Anna Linda Eiríksdóttir Smith og Auður Ísold Atladóttir í 6. bekk Vesturbæjarskóla fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf með hugmynd sína Kílómetraskráningarapp. Þær hljóta 30.000 kr. hvor, í verðlaun ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Herra Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands. Lýsing hugmyndar: App sem skráir keyrða kílómetra yfir daginn.

Við óskum þeim öllum og Örnu Björk nýsköpunarkennara til hamingju með árangurinn.