Skip to content

Vesturbæjarskóli er þátttakandi í Olweusar verkefninu gegn einelti. Áætlunin byggir á viðamiklum kenningum og áralöngum rannsóknum Dan Olweusar sem er prófessor og sálfræðingur við háskólann í Bergen. Innleiðing áætlunarinnar í Vesturbækarskóla hófst haustið 2002 og hefur henni verið fylgt síðan.

Árlega er lögð fyrir nemendur í 4. – 7. bekk skólans könnun með það að markmiði að greina líðan nemenda og mögulegt einelti. Niðurstöðurnar gefa síðan tilefni til þess að bregðast við því sem betur má fara í skólasamfélaginu. Olweusar áætlunin byggist á ákveðnum grundvallaratriðum sem miða að því að skapa jákvætt skólaumhverfi og góðan skólabrag.