Skip to content

Öskudagsgleði

Í dag var mikið fjör í skólanum. Allir árgangar fóru til Köllu skrifstofustjóra, sungu fyrir hana og fengu að sjálfsögðu smá gotterí fyrir. Kennarar voru búnir að skipuleggja margt skemmtilegt á heimasvæðunum og börnin í 1. – 5. bekk fóru á sal í leik og dans undir styrkri stjórn Friðbjörns íþróttakennara og Vignis tónmenntakennara. Börnin í 6. og 7. bekk skiptu sér í lið gegn starfsmönnum í fótboltaleik og var mikið hlegið og kallað. Búningarnir voru flottir og vonandi hafa allir átt góðan dag.