Skip to content

Rauður dagur og jólaskemmtanir

Á morgun 17. desember er rauður dagur eins og venjulega. Þann dag mæta þeir sem vilja í rauðu og börnin mega koma með smákökur í nesti. Nemendur og kennarar borða saman jólamat eftir ákveðnu skipulagi þar sem gætt verður að sóttvarnarhólfum. 6. og 7. bekkur verður aðeins lengur í skólanum þann dag til að þetta gangi upp.

18. desember eru jólaskemmtanir sem verða með breyttu sniði. Börnin mæta í sínar stofur og horfa á jólaskaup 7. bekkjar og fara að því loknu út með sínum kennurum og dansa í kringum jólarólurnar við lifandi tónlist. Allir fá heitt kakó, piparkökur, mandarínur og epli. Nemendur í 7. bekk aðstoða á báðum jólaskemmtunum.

Jólaskemmtun 1. – 4. bekkjar kl. 9:00-10:00

Jólaskemmtun 5. – 7. bekkjar kl. 10:00-11:00

Því miður geta foreldrar ekki tekið þátt í þessum degi með okkur eins og hefð er fyrir. Við biðjum foreldra um að gæta að tveggja metra reglunni eða vera með grímur þegar komið er með börnin í skólann eða þau sótt.

Frístund opnar á venjulegum tíma 18. desember.

Föstudagurinn 18. desember er síðasti skóladagur fyrir jól, jólafrí hefst 21. desember. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 5. janúar.