Skip to content

Rauður dagur

Í dag á rauða deginum vorum við með rafrænan jólasamsöng. Hópur barna í 2. bekk ásamt Önnu kennara og Vigni tónmenntakennara leiddu sönginn. Gaman var að heyra söng um allan skóla og sjá hvað margir mættu í rauðu í dag.

Í hádeginu var svo jólamatur og borðuðu allir saman (í sóttvarnarhólfum) jólamat við jólatónlist og ljósin rauð.

Foreldrafélagið kom starfsfólki heldur betur á óvart með dásamlegum kökum – takk fyrir okkur <3