Skip to content

Renningur í 1. og 2. bekk

Í 1. bekk byrja börn að vinna með svokallaðan renning og er það alltaf mjög spennandi. Markmið með renningi er meðal annars að þjálfa talningu upp fyrir tug og hundruð, læra um sætisgildi, segja háar tölur upphátt, þjálfa talnaskrift og skilja endurtekningu og reglu í talningu og skráningu.

Þegar ákveðnum áföngum er náð fær barn borða í ákveðnum lit sem það festir við renninginn og þannig sér barnið hann vaxa. Börnin halda áfram að bæta við renninginn sinn í 2. bekk og geta mest farið upp í töluna 9999 en það er ekki markmið í sjálfu sér.

Hér má sjá Muhammed í 2. bekk með renninginn sinn sem er orðinn verulega stór og mikill enda kominn upp í töluna 9999. Muhammed hefur verið sérstaklega áhugasamur og segir að til þess að ná svona stórum renningi þurfi maður að vera duglegur að vinna í honum. Nú ætlar hann að finna sér annað skemmtilegt verkefni í stærðfræði.