Skip to content

Réttindaráð

Í samsöng í morgun fékk Réttindaráð tækifæri til að kynna sig og segja frá hlutverki sínu:

Vesturbæjarskóli ætlar að verða Réttindaskóli UNICEF þann 20. nóvember sem þýðir að við ætlum að leggja áherslu á lýðræði og að öll börn læri um réttindi sín. Við viljum að öllum börnum í Vesturbæjarskóla líði vel og það sem við öll höfum að segja skiptir máli.

Við erum Réttindaráð og okkar hlutverk er kenna börnum um réttindi sín og koma hugmyndum allra til skila. Við hittumst tvisvar á mánuði til að ræða hvernig við getum gert skólann betri. Við erum að undirbúa hugmyndakassa fyrir hugmyndir ykkar allra. Þið getið alltaf talað við fulltrúa ykkar í réttindaráði

Grundvallarforsendur Barnasáttmálans
2. grein: Öll börn eiga að njóta sömu réttinda.
3. grein: Það sem er barninu fyrir bestu skal vera leiðandi forsenda við allar ákvarðanir sem hafa áhrif á barn með einum eða öðrum hætti.
6. grein: Öll börn eiga rétt á að búa við aðstæður þar sen þau geta lifað og þroskast á eigin forsendum.
12. grein: Öll börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif í málum er varða þau með einum eða öðrum hætti.

Fimm mikilvæg orð sem tengjast Barnasáttmálanum
• Meðfædd
• Óaðskiljanleg
• Óframseljanleg
• Algild
• Skilyrðislaus

 

Hægt er að lesa nánar um Réttindaskólaverkefnið í Vesturbæjarskóla hér.