Skip to content

Skipulag skólastarfs 23. – 27. mars

Kæru foreldrar

Dagur þrjú í samkomubanni gekk vel. Nú vissu allir hvernig þetta átti að ganga fyrir sig og er ró yfir hópunum.

Við höfum ekki fengið upplýsingar um staðfest smit hjá nemendum, foreldrum eða starfsmönnum. Þrátt fyrir það fækkar í starfsliðinu okkar vegna ýmissa ástæðna eins og undirliggjandi sjúkdóma auk þess sem starfsfólk má ekki mæta til starfa með kvef frekar en börnin. Því viljum við undirbúa ykkur fyrir það að mögulega þurfum við að fella niður skóladag hjá einhverjum hópum eða stytta daginn. Ef til þess kemur munum við senda póst og sms um leið og við getum. Þá munu stjórnendur taka á móti viðkomandi nemendum til að vísa þeim heim. Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með símum og tölvupósti.

Skipulag næstu viku er svipað og hefur verið þessa viku nema hjá börnum í 1. og 2. bekk. Við ætlum að auka viðverutíma nemenda í 1. og 2. bekk í næstu viku og fá foreldrar þeirra barna sérstakan póst um það.

1. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
2. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
3. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 11:30 – 13:40
4. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 11:30 – 13:40
5. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 12:10
6. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 12:10
7. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 13:00 – 14:20

Enn og aftur þökkum við ykkur foreldrum fyrir hversu vel þið hafið unnið þetta með okkur og við höldum áfram að reyna að gera það besta fyrir börnin á skrýtnum tímum.
Við bendum ykkur á tilmæli sem Heimili og skóli eru með á heimasíðu sinni varðandi leik eftir skóla https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/18/um-samgang-barna-eftir-skolatima-a-medan-samkomubanni-stendur/

Kær kveðja
Stjórnendur Vesturbæjarskóla