Skip to content

Skipulag skólastarfs 30. mars – 3. apríl

Dagarnir ganga vel í skólanum. 1. og 2. bekkur fengu lengdan skóladaginn sinn í þessari viku og um leið tækifæri til útiveru í litlum hópum. Við vonumst til að geta haldið þetta skipulag fram að páskafríi því við sjáum vel hvað það er mikilvægt fyrir börnin að koma í skólann og hitta kennara og aðra nemendur.

Skipulag næstu viku er eftirfarandi:
1. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
2. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
3. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 11:30 – 13:40
4. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 11:30 – 13:40
5. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 12:10
6. bekkur mætir mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 12:10
7. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 13:00 – 14:20

Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að vita hvort barnið ykkar mætir í skólann og eins hvort um veikindi er að ræða. Senda má póst á vesturbaejarskoli@rvkskolar.is og tilkynna um slíkt.

Við þökkum ykkur aftur fyrir samstarfið, það er mikilvægt að finna fyrir samstöðu á þessum tímum.
Við minnum á að páskafríið hefst þann 6.apríl og stendur til 15. apríl. 14.apríl er starfsdagur.

Kær kveðja
Stjórnendur Vesturbæjarskóla