Skip to content

Skipulag skólastarfs eftir páska

Dagarnir ganga vel í skólanum, börnin eru ánægð að hitta vini sína og kennara og stunda námið sitt. Nú hefur samkomubannið verið framlengt til 4. maí svo skólastarfið tekur mið af því áfram eftir páska. Skipulagið eftir páska verður með aðeins öðru sniði þar sem við munum lengja skóladaginn hjá 3. – 7. bekk. Eins og fyrr erum við að halda nemendahópum aðskildum og nemendur mæta annan hvern dag.

Nauðsynlegt er að nemendur mæti á réttum tíma og komi með hollt nesti í skólann. Þau munu borða nestið í stofunum sínum. Einnig verða þau að koma klædd eftir veðri því allir nemendur fá útiveru á daginn.

Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur þann 14. apríl. Við höfum ákveðið að hafa ekki starfsdag heldur nýta daginn í kennslu og hefst því skólastarfið þriðjudaginn 14. apríl.
Skipulag er eftirfarandi:

1. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
2. bekkur mætir miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
3. bekkur mætir miðvikudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
4. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
5. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 8:30 – 12:10
6. bekkur mætir miðvikudag og föstudag kl. 8:30 – 12:10
7. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 8:30 – 12:10

Það er enn sem áður mikilvægt fyrir okkur að fá að vita hvort barnið ykkar mætir í skólann og eins hvort um veikindi er að ræða. Senda má póst á vesturbaejarskoli@rvkskolar.is og tilkynna um slíkt.
Við þökkum ykkur aftur fyrir samstarfið, það er mikilvægt að finna fyrir samstöðu á þessum tímum.

Hafið það gott um páskana
Kærar kveðjur
Stjórnendur Vesturbæjarskóla