Skip to content

Skipulag skólastarfs næstu tvær vikur

Almannavarnir hafa boðað hertar aðgerðir í skólastarfi. Nýtt skipulag fyrir skólastarfið gildir til 18. nóvember eða þar til annað kemur í ljós.

Mjög mikilvægt er að halda skólanum gangandi en til þess verðum við að gera ýmsar ráðstafanir til að lágmarka smit og sóttkví.

Öllu starfsfólki og nemendum hefur verið skipt í sóttvarnarhólf og allir starfsmenn eiga að vera með grímur. Nemendur í 5. – 7. bekk eiga einnig að vera með grímur. Áhersla er lögð á góða loftræstingu og við munum fræða börnin enn betur um grímunotkun og sóttvarnir. Skólinn útvegar börnum grímur en þau mega koma sjálf með grímur.

1. bekkur 8:30-13:40 Skýjó inngangur eins og venjulega
2. bekkur 8:30-13:40 Neyðarútgangar í skólastofum 2. bekkjar
3. bekkur 8:30-13:40 Neyðarútgangur / hringstigi í 4. bekkjarstofu
4. bekkur 8:30-13:40 Rampur
5. bekkur 8:30-11:30 Framnesvegur
6. bekkur 11:00-14:00 Framnesvegur
7. bekkur 9:00-12:00 Rampur