Skip to content

Skipulag skólastarfs til 1. maí

Kæru foreldrar

Eins og komið hefur fram hjá almannavörnum þá á skólahald að verða með eðlilegum hætti frá og með 4. maí. Við eigum samt tvær vikur eftir í þessu skipulagi sem hefur verið hjá okkur undanfarið. Við þurfum öll enn að vera á tánum og halda áfram að fara eftir því sem sóttvarnarlæknir segir.
Skipulag næstu tvær vikur:
Vikan 20. – 24. apríl, athugið að 23. apríl er sumardagurinn fyrsti sem er frídagur.

1. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 10:10 – 13:40
2. bekkur mætir þriðjudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
3. bekkur mætir þriðjudag og föstudag kl. 10:10 – 13:40
4. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 10:10 – 13:40
5. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 8:30 – 12:10
6. bekkur mætir þriðjudag og föstudag kl. 8:30 – 12:10
7. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 8:30 – 12:10

Vikan 27.apríl – 1. maí, athugið að 1. maí er frídagur

1. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 10:10 – 13:40
2. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
3. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 10:10 – 13:40
4. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 10:10 – 13:40
5. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 8:30 – 12:10
6. bekkur mætir þriðjudag og fimmtudag kl. 8:30 – 12:10
7. bekkur mætir mánudag og miðvikudag kl. 8:30 – 12:10

Það er enn sem áður mikilvægt fyrir okkur að fá að vita hvort barnið ykkar mætir í skólann og eins hvort um veikindi er að ræða. Senda má póst á vesturbaejarskoli@rvkskolar.is og tilkynna um slíkt.
Við þökkum ykkur enn og aftur fyrir samstarfið.

Kærar kveðjur
Stjórnendur Vesturbæjarskóla