Skip to content

Með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa hreyfiþjálfun, er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar. Markviss hreyfing og gott líkamlegt ástand skólabarna hefur jákvæð áhrif á námsgengi þeirra. Með kennslu íþróttagreina og kappleikja nást mörg markmið í einu bæði líkamleg, félagsleg og andleg. Skólaíþróttir eru mikilvæg námsgrein til að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta, efla færni þeirra í samskiptum, auka þrek, byggja upp sjálfsmynd, styrkja ákvarðanatöku, kenna markmiðasetningu og streitustjórnun.

Nemendur fara í skólasund í Vesturbæjarlaug og er hópum ekið til og frá skóla í laugina. Nemendum í hverjum árgangi er skipt í tvo hópa og fer annar hópurinn í sund fyrir áramót og hinn eftir. Íþróttir eru kenndar í íþróttasal skólans. Í upphafi skóla og út september eru nemendur í útiíþróttum.