Skip to content

Skólalok

Í dag voru skólaslit í Vesturbæjarskóla. Börnin í 1. – 6. bekk mættu ásamt foreldrum í skólastofur þar sem þau hittu kennara og áttu með þeim stutta kveðjustund. Börnin fengu afhenta mikilvæga þætti sem lýsa lykilhæfni sem tengist öllum námssviðum og snýr meðal annars að að tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu og ábyrgð og mat á eigin námi. 

Að því loknu hittumst við öll úti á skólalóð þar sem við áttum góða stund saman í leik og spjalli. Nokkur tónlistaratriði voru á sal þar sem börn spiluðu á hljóðfæri, sungu og dönsuðu. 

Börnin í 7. bekk mættu síðar í dag með foreldrum sína við sérstaka útskriftarathöfn þar sem þau fengu afhenta sína mikilvægu þætti og sýnishornamöppurnar. Nokkur atriði voru á dagskrá og lauk athöfninni með spjalli og veitingum. 

Við vonum að þið njótið sumarsins og hlökkum til að sjá ykkur aftur í ágúst. 

Starfsfólk Vesturbæjarskóla