Skip to content

Skólasetning 24. ágúst

Næsta mánudag, 24. ágúst, hefst skólinn aftur að loknu sumarleyfi. Vegna Covid ber að takmarka heimsóknir annarra í skólann en starfsfólki og nemendum en ef slíkar heimsóknir teljast nauðsynlegar þá gildir 2 metra reglan. Fyrst um sinn munum við því hafa skólann lokaðan eins og í vor.

Á mánudaginn opnar skólinn kl. 8:00 fyrir nemendur í 1.-3. bekk sem vilja nýta sér morgungæslu. Skólinn opnar kl. 8:30 fyrir nemendur í 4.-7. bekk.

2. – 4. bekkur kl. 8:30 – 11:30. 2. bekkur kemur inn um Skýjóinngang en 3.- 4. bekkur kemur inn um rampinn.

5. – 7. bekkur 8:30 – 11:30. Nemendur koma inn um rampinn og fara beint inn í sal þar sem við tökum á móti þeim.

Umsjónarkennarar í 1. bekk taka á móti nemendum og foreldrum í viðtöl 24. og 25. ágúst.

Foreldrar fá kynningu á starfi árganga í tölvupósti sama dag.

Við hlökkum til að taka á móti börnunum og byrja nýtt skólaár í Vesturbæjarskóla.