Skip to content

Skólaslit 5. júní

Skólaslit í ár verða með öðrum hætti en við erum vön. Foreldrar taka ekki þátt í deginum með börnum sínum og því höfum við ákveðið að lengja daginn til að hafa meiri tíma með börnunum og gera daginn eftirminnilegan og skemmtilegan. Við ætlum að bjóða upp á ávaxtastund og nemendur þurfa því ekki að koma með nesti þennan dag.

1.- 6. bekkur kl. 8:30 – 11:00
Umsjónarkennarar taka á móti nemendum. Við munum syngja saman, bjóða upp á ávaxtastund, leika saman úti og í lokin afhenda Mikilvæga þætti og kveðjast.

7. bekkur kl. 11:30 – 13:00
Umsjónarkennarar taka á móti nemendum. Við munum hafa saman hátíðlega stund á Sólvöllum þar sem við bjóðum nemendum upp á veitingar, skemmtum okkur saman og í lokin afhendum við nemendum Mikilvæga þætti og kveðjumst.