Skip to content

Skólaslit hjá 1. – 6. bekk

Í dag voru skólaslit hjá 1. – 6. bekk sem hófust með samsöng á sal. Við fengum að hlýða á tónlistaratriði frá nemendum úr skólahljómsveitinni og á frumsamið lag frá hljómsveitinni Mömmustrákum. Eftir samsöng var ávaxtastund og svo frímínútur í frábæru veðri. Nemendur enduðu daginn hjá umsjónarkennurum sínum þar sem þeir fengu afhenta mikilvæga þætti og voru kvaddir með góðum kveðjum út í sumarið.

Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á þessu skólaári sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur öll í haust.

Starfsfólk Vesturbæjarskóla