Skip to content

Í öllum kennslustofum er heimakrókur þar sem skóladagurinn hefst með samverustund. Heimakrókur er einnig notaður til umræðna, til kynninga, í upphafi kennslustunda og við innlagnir verkefna.

Í heimakrók ríkir heimilislegt andrúmsloft sem byggir upp traust og öryggi ásamt því að stuðla að vellíðan og opinskáum umræðum. Í þessu umhverfi fá nemendur tækifæri til að tjá sig og læra hver af öðrum.